Hafnarstjórn

19. september 2007 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1318

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0705296 – Óseyrarbraut 27

      Lögð fram beiðni Olíudreifingar ehf. um framlegngingu á vilyrði fyrir Óseyrarbraut 27.

      Hafnarstjórn samþykkir að koma til móts við óskir Olíudreifingar ehf og framlengir gildandi vilyrði fyrir Óseyrarbraut 27 til 6. mánaða, á sömu kjörum og áður.

    • 0706368 – Umsókn um stækkun olíubirgðastöðvar

      Tekin til umræðu umsókn Atlantsolíu ehf um stækkun olíubirgðastöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut 23 dagsett 26. júní 2007. %0DLögð fram greinargerð um stækkaða olíubirgðastöð ásamt áhættumati fyrir stöðina.

      Eyjólfur Sæmundsson kýs að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um þetta mál, þar sem hann hugsanlega gæti þyrft að koma að afgreiðslu málsins á öðru stjórnsýslustigi. %0D%0DHafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þessa stækkun að því tilskyldu, að fylgt verði öllum þeim reglum og lögum sem lúta að þessari stækkun. %0DHafnarstjórn setur þann fyrirvara fyrir samþykki sínu að helgunarsvæði vegna birgðastöðvarinnar stækki ekki, eða Olíudreifing ehf. nái ásættanlegri niðurstöðu um helgunarsvæðið, sem síðan verði lögð fyrir hafnarstjórn.

    • 0709106 – Ný lóð við Óseyrarbraut

      Lagður fram uppdráttur með hugmynd af nýrri lóð, nr. 33 við Óseyrarbraut.

      Samþykkt að vinna frekari útfærslu á þessari hugmynd.

    • 0705009 – Stefnumótunum um framtíð hafnarinnar.

      Tekið til umræðu að vinna að stefnumótun fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Kanna þarf styrkleika og veikleika hafnarinnar, jafnframt að skilgreina framtíðarsýn fyrir höfnina, t.d. hvaða rekstrarform henti rekstinum, og hvernig væri best að standa að þróun framtíðar hafnarinnar.

      Hafnarstjórn samþykkir að ræða við Capacent um framhald þessa máls.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Rætt um undirbúning vegna 100 ára afmælis hafnarinnar og bæjarins á næsta ári.

Ábendingagátt