Hafnarstjórn

19. desember 2007 kl. 11:30

á hafnarskrifstofu

Fundur 1324

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0705009 – Stefnumótunum um framtíð hafnarinnar.

      Til fundarins mætti Þórður Sverrisson, ráðgjafi hjá Capacent ráðgjöf og fór yfir verkefnið og verkáætlun stefnumótunarvinnunnar.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Tekin til umræðu flutningur flotkvíar frá Háabakka, í samræmi við bókun hafnarstjórnar frá síðasta fundi.%0DLögð fram drög að fundargerð 14. verkfundar um flutning flotkvíarinnar, þar sem fram kemur að flutningi ljúki 1. ágúst 2008.%0DBæjarlögmaður Hafnarfjarðar, Guðmundur Benediktsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir skoðunum sínum, varðandi þá samninga sem fyrir eru.

      Hafnarstjórn telur að undir engum kringumstæðum verði við unað, að kvíin verði við Háabakka fram til 1.ágúst 2008, og felur hafnarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vélsmiðju Oorms og Víglundar ehf. um aðra tímasetningu. %0DMálið verður tekið fyrir að nýju á fundi hafnarstjórnar milli jóla og nýárs.

    • 0712140 – Ný gjaldskrá frá 1.1.2008

      Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar frá og með 1. janúar 2008.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá sem tekur gildi 1.1.2008 með lítilsháttar breytingum, sem færðar verðar inn.

    • 0712154 – Björgunarsveit Hafnarfjarðar

      Hafnarstjóri gerði grein fyrir samningi milli bæjarins, hafnarinnar og björgunarsveitarinnar frá 2005. Einnig lagði hann fram yfirlit yfir styrki hafnarinnar og kröfur björgunarsveitarinnar.

      Hafnarstjórn samþykkir með vísan til fyrirliggjandi samnings að um helmingur af kostnaði vegna vöktunar við komu skemmtiferðaskipa verði greiddur og helmingur kostnaðarins falli innan samningsins.

    • 0710118 – Óseyrarbraut 8 - 10 og 12 - 14

      Lagt fram erindi JS Fasteinga dagsett 18. desember 2007 undirritað Svavar Þorsteinsson og, ásamt teikningum, þar sem óskað er eftir því að nýtingarhlutfall bygginga á Óseyrarbraut 8 – 10 verði hækkað í 0,55 og að heimilt verði að hafa frambyggingu 16 metra háa, í stað 13 metra skv. deiliskipulagi.

      Hafnarstjórn frestar ákvörðun um málið en samþykkir að hafnarstjóri ræði við skipulags- byggingarfulltrúa varðandi götumynd Óseyrarbrautarinnar.

Ábendingagátt