Hafnarstjórn

23. janúar 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1327

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0801003 – Hvaleyrarbraut-Óseyrarbraut, skipulag reits

      Tekin til umræðu hugmynd um uppbyggingu svæðisins milli Óseyrarbrautar og Hvaleyrarbrautar, sem hagsmunaaðilar um uppbyggingu svæðisins hafa kynnt fyrir hafnarstjórn.

      Hafnarstjórn fellst ekki á þær hugmyndir og tillögur sem kynntar hafa verið um uppbyggingu svæðisins. %0DHafnarstjórn samþykkir að taka skipulag þessa reits til endurmats í samvinnu við skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar.

    • 0710118 – Óseyrarbraut 8 - 10 og 12 - 14.

      Lögð fram teikning ALARK arkitekta af götumynd Óseyrarbrautar að norðanverðu.

      Hafnarstjórn samþykkir að taka til endurskoðunar skipulag svæðisins Óseyrarbraut 6 til 14 og Cuxhavengötu 1, í samvinnu við skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar, þannig að nýtingarhlutfall verði 55% og hámarkshæð bygginga verði 16 metrar. Þá verði ákvæði um mænisstefnu húsa felld úr deiliskipulagi svæðisins.

    • 0705009 – Stefnumótunum um framtíð hafnarinnar.

      Hafnarstjóri kynnti vinnu sem unnin hefur verið við undirbúning stefnumótunar hafnarinnar.

      Hafnarstjórn samþykkir að myndaður verði 3 manna stýrihópur sem vinna skal að þessari stefnumótun með þeim ráðgjöfum, sem falið hefur verið að vinna stefnumótunina svo og hafnarstjóra og starfsmönnum.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar, slippur, Óseyrarbraut 31 ofl.

      Hafnarstjóri kynni stöðu verksins og helstu þætti þess.

    • 0709106 – Ný lóð við Óseyrarbraut.

      Lögð fram yfirlitsteikning þar sem fram kemur möguleg ný lóð norðan við Óseyrarbraut 31.

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Formaður hafnarstjórnar fór yfir fund hafnarstjórnar með skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar 22. janúar 2007 og gat um helstu áhersluatriði umræðna á honum.

      Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir samvinnu við skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar um að hefja forstigskynningu á framtíðar hafnarsvæði Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt