Hafnarstjórn

6. maí 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1333

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0805013 – Hafnarfjarðarhöfn, ársreikningur 2007

      Lagður fram ársreikningur hafnarinnar fyrir árið 2007.%0DHafnarstjóri skýrði reikninginn.

      Ársreikningr Hafnarfjarðarhafnar voru samþykktir samhljóða.%0DHafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ársreikninginn eins og hann kemur fyrir.

    • 0805039 – Lok vöruflutninga júní 2008

      Hafnarstjóri upplýsti að Atlantsskip ehf. hefðu tilkynnt að þeir hyggist hætta að sigla með vörur til Hafnarfjarðar og hafi samið við Eimskip um að flytja vörur fyrir sig til og frá landinu.

      Hafnarstjórn harmar framkomnar upplýsingar og ljóst er að þetta hefur neikvæð áhrif á rekstur hafnarinnar.

    • 0702340 – Flutningur flotkvíar.

      Lögð fram fundargerð 32. verkfundar um flutning flotkvíar, ásamt framvinduskýrslu fyrir verkið.%0D

    • 0805037 – Tiltekt á hafnarsvæði 2008

      Hafnarstjóri upplýsti að tiltekt á hafnarsvæðinu hefjist af fullum krafti í næstu viku að undangenginni auglýsingu til eigenda lausamuna á hafnarsvæðinu um að fjarlægja þá, að öðrum kosti verði þeir fjarlægðir á ábyrgð og kostnað eigenda. Auglýstur tímafrestur er útrunninn.

    • 0805038 – Hafnargjöld

      Rætt um hafnargjöld Alcan og hugsanlega endurskoðun á þeim.

Ábendingagátt