Hafnarstjórn

17. september 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1340

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0807014 – Fenderar á Álgarð í Straumsvík

      Lögð fram tillaga Strendings ehf. um að taka tilboði FenderTeam í fendera fyrir Álgarðinn í Straumsvík.

      Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði frá FenderTeam.

    • 0809174 – Bráðabirgðauppgjör janúar - júlí 2008

      Lagt fram bráðabirgða rekstraruppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2008.

    • 0807053 – Hafnasambandsþing 2008

      Kynnt dagskrá Hafnasambandsþings á Akureyri 25. og 26. september nk.

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði Straumsvík.

      Farið yfir kynningar sem verið hafa á hugmyndum um framtíðarhafnarsvæði Hafnarfjarðar vestan Straumsvíkur.

      Hafnarstjórn samþykkir að næsta skref sé að kynna þessar hugmyndir fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar

    • 0703213 – Framtíðarsýn fyrir frístundabátahöfn í Fjarðarbotninum

      Farið yfir kynningar sem verið hafa á fyrstu drögum að framtíðar frístundabátahöfn í Hafnarfirði.

      Hafnarstjórn samþykkir að vinna frekar að tillögunum og væntir tillagna frá skipulags- og byggingarráði um næstu skref í málinu.

    • 0809168 – Óseyrarbraut 20 og 24

      Lagðir fram lóðaleigusamningar fyrir lóðirnar Óseyrarbraut 20 og Óseyrarbraut 24

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra í samvinnu við lögmann hafnarinnar, að fara ofan í leigusamninga þessa með tilliti til skilmála í samningunum.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Formaður afmælisnefndar gerði grein fyrir undirbúningi að viðburðum á 100 ára afmæli hafnarinnar á næsta ári.

Ábendingagátt