Hafnarstjórn

15. júlí 2009 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1357

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0907008 – Eimskip, samningar

      Lagt fram bréf HF Eimskipafélags Íslands og Eimskip Ísland ehf., dagsett 1. júlí 2009 og undirritað Guðmundur Nikulásson, aðstoðarframkvæmdastjóri, þar sem félögin óska, í ljósi þess að HF Eimskipafélag Íslands hefur framselt flutningastarfsemi sína til dótturfélags í 100 % eigu félagsins Eimskip Ísland ehf., eftir samstarfi við Hafnarfjarðarhöfn vegna þeirra breytinga sem nauðsynlegar eru, t.a.m. færsla lóðaleigusamninga yfir til Eimskip Ísland ehf og annað sem nauðsynlegt kann að reynast.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir að formaður, hafnarstjóri og bæjarstjóri ræði við forsvarsmenn Eimskip um erindið &nbsp;og fari yfir sameiginleg mál fyrirtækjanna að öðru leyti.</DIV&gt;

    • 0906125 – Slippurinn, viðgerðir og sýningar á trébátum

      Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Árnadóttur, formanni Íslenska vitafélagsins, dagsett 10. maí 2009, vísað til hafnarstjórnar frá bæjarstjóra 25. júní 2009, þar sem félagið beinir því til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hvort Hafnarfjarðarbær vilji efna til samstarfs við félagið um að koma upp aðstöðu fyrir þá sem vilja gera upp gamla trébáta í Drafnarslipp.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn sér sér ekki fært á að taka þátt í þessu verkefni, en bendir jafnframt á að skipulag ummrædds svæðis er í vinnslu hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði.</DIV&gt;

Ábendingagátt