Hafnarstjórn

9. september 2009 kl. 17:00

í Hafnarborg

Fundur 1361

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Hátíðarfundur hafnarstjórnar Hafnarfjarðar var haldinn í Hafnarborg miðvikudaginn 9. september 2009 að viðstöddum á annað hundrað gesta.%0DTilefni fundarins var að þá voru liðin 100 ár frá fyrsta fundi hafnarnefndar Hafnarfjarðar 9. september 1909.%0DFormaður hafnarstjórnar Eyjólfur Sæmundsson setti fundinn og bauð gesti velkomna.%0DHann rakti m.a fyrsta fund hafnarnefndar og gat nefndarmanna og efnis fundarins, sem var að ráða fyrsta starfsmann Hafnarfjarðarhafnar til að skipuleggja og gæta skipa á legunni úti á firðinum, auk þess sem hafnarnefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að greiða honum kr 50 fyrir veturinn.%0D%0DHafnarstjóri Már Sveinbjörnsson rakti í stuttu máli byggingasögu hafnarinnar í 100 ár og gerði grein fyrir hugmyndum og tillögum hafnarstjórnar um endurskipulagningu Flensborgarhafnar ásamt tillögum um framtíðarhafnarsvæði Hafnarfjarðar vestan Straumsvíkur.%0D%0DBæjarstjóri Lúðvík Geirsson rifjaði upp brot úr sögu Hafnarfjarðar í lok einokunartímabils danskra yfirvalda, þegar Hafnarfjörður varð vetvangur Bjarna riddara Sivertsens við að brjótast undan einokuninni.%0DHann óskaði bæjarbúum til hamingju með 100 ára afmæli hafnarinnar.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909104 – Ritun sögu Hafnarfjarðarhafnar í 100 ár

      Afmælisnefnd hafnarinnar þau Ásta María Björnsdóttir, Kristinn Andersen og Ingvar Viktorsson lögðu fram tillögu um að láta rita sögu hafnarinnar í 100 ár.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkti tillöguna einróma.</DIV&gt;

Ábendingagátt