Hafnarstjórn

3. mars 2010 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1370

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0810280 – Rekstrar- og fjárhagsáætlun hafnarinnar 2009

      Lagt fram til kynningar áætluð útkoma reksturs hafnarinnar árið 2009.%0D

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0812164 – Flotkví VOOV, krafa vegna flutnings.

      Formaður greindi frá fundi sínum, Ingvars Viktorssonar og hafnarstjóra með forystumönnum Ístaks hf. um frágang málsins. %0DBjarni Ásgeirsson hrl. mætti til fundarins og gerði hafnarstjórn grein fyrir áliti sínu.

      <DIV&gt;Farið almennt yfir stöðuna í þessu máli.</DIV&gt;<DIV&gt;Samþykkt var&nbsp;að taka það til umræðu síðar.</DIV&gt;

    • 1003002 – Meintur stuðningur við flotkvíar VOOV.

      Hafnarfjarðarhöfn hefur borist erindi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur tengt kæru Samtaka Iðnaðarins til Samkeppnisstofnunar vegna fyrirhugaðrar þátttöku Vestmannaeyjabæjar í endurreisn skipalyftu Vestmannaeyja, en þar ber Vestmannaeyjabær Hafnarfjarðarhöfn á brýn að greiða niður kostnað við rekstur flotkvía Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf., með afsláttum af gjöldum og aðstöðu t.d. rafmagni ofl.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir að senda bréf til Samkeppnisstofnunar vegna málsins.</DIV&gt;

    • 1003018 – Sjómannadagurinn 2010

      Lagt fram minnisblað hafnarstjóra um Sjómannadaginn 2010.

      <DIV&gt;Hafnarstjórn samþykkir að styðja við bakið á Sjómannafélaginu&nbsp; í Hafnarfirði vegna hátíðrhalda á n.k. sjómannadag og jafnframt var samþykkt að Hafnarfjarðarhöfn taki ekki þátt í kynningarefni Hátíðar Hafsins að þessu sinni.</DIV&gt;

    • 0912129 – Óseyrarbraut 1b, lóðarumsókn til sameiningar

      Tekið fyrir að nýju umsókn Fylkis ehf um lóðina Óseyrarbraut 1b til sameiningar við Óseyrarbraut 1, eftir að bæjarstjórn vísaði málinu aftur til hafnarstjórnar.

      <DIV&gt;Samþykkt að fela hafnarstjóra að vinna málið nánar í samvinnu við skipulags- og byggingafulltrúa.</DIV&gt;

Ábendingagátt