Íþrótta- og tómstundanefnd

26. október 2011 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 141

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Anna K. Bjarnadóttir
  1. Almenn erindi

    • 1011293 – Íþrótta- og tómstundanefnd, breyting á skipan

      Tekin fyrir bókun bæjarstjórnar frá 12.10. s.l.$line$$line$”7. 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar.$line$Niðurstaða fundar:$line$Lögð fram svohljóðandi tillaga um tilnefningu í umhverfis- og framkvæmdaráð:$line$Varamaður: Lára Janusardóttir, Teigabyggð 8 í stað Helgu Völu Gunnarsdóttur, Brekkuás 8.$line$Lögð fram svohljóðandi tillaga um tilnefningu í íþrótta- og tómstundanefnd:$line$Aðalmaður: Helga Vala Gunnarsdóttir, Brekkuás 8 í stað Láru Janusardóttur, Teigabyggð 8.$line$Ekki bárust fleiri tilnefningar og teljast framangreindar réttkjörnar í viðkomandi ráð og nefnd. Nefndaskipan að öðru leyti óbreytt.”

    • 10021128 – Félagsmiðstöðvar, viðburðadagatal 2011-2012

      Lögð fram dagskrá félagsmiðstöðva fyrir veturinn 2011-2012 og rætt um næstu viðburði.

    • 1101087 – Liðveisla ÍTH og Félagsþjónustu fyrir börn með fötlun

      Rekstrarstjóri æskulýðsmála lagði fram dagskrá Liðveislu Versins fyrir vorönn 2011 og fjallaði um starfssemi liðveislunnar ásamt hópliðveislu Öldunnar.

    • 1110278 – Fjárhagsáætlun 2012, vinnuáætlun

      Íþróttafulltrúi og rekstrarstjóri æskulýðsmála kynntu drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar íþrótta- og æskulýðsmála 2012.

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2011

      Íþróttfulltrúi greindi frá undirbúningi Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar sem haldin verður 29. desember n.k.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur formanni ÍBH að óska eftir upplýsingum frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga til þeirra og íþróttamanna.

    • 0901163 – Önnur mál 2011, ÍTH

      Formaður ÍTH lagði til að íþrótta- og tómstundanefnd fari í vettvangsferð í frístundaheimilin næstu vikurnar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála að setja niður dagskrá.

    Fundargerðir

    • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

      Lögð fram til upplýsinga fundargerð stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðis frá 12.10. s.l. s.l. ásamt rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2012

Ábendingagátt