Íþrótta- og tómstundanefnd

23. nóvember 2011 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 143

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2011

      Lögð fram drög að dagskrá.

      Samþykkt var að skipa undirbúningsnefnd til að skipuleggja dagskrá Íþróttahátíðarinnar 29. des. nk., yfirfara upplýsingar frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga og ganga frá tillögum fyrir næsta fund. Nefndina skipa formaður og framkvæmdastjóri ÍBH, formaður ÍTH og íþróttafulltrúi.

    • 1110150 – Stefnumótun í íþróttamálum

      Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 11. okt. sl., varðandi málefnið.

    • 1111079 – Vettvangsferð í frístundaheimili 1. áfangi

      Farið var í heimsókn í Hraunvallaskóla og Setbergsskóla.

    Fundargerðir

    • 0901160 – Fundargerðir 2011, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH,

      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar ÍBH frá 7. nóv. sl.

    • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3. nóv. sl.

Ábendingagátt