Íþrótta- og tómstundanefnd

15. september 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 81

Ritari

  • Ingvar S. Jónsson
  1. Kynningar

    • 0808128 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, niðurstöður rannsóknar 2008

      Forvarnafulltrúi mætti til fundarins og kynnti niðurstöður rannsóknarinnar Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði 2008.

      Íþrótta- og tómstundanefnd telur heildarniðurstöður vegna íþrótta- og tómstundariðkunar hjá unglingum í Hafnarfirði jákvæðar. Hins vegar er ástæða til að skoða vel minnkandi þátttöku stúlkna í íþrótta- og tómstundastarfi.%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til í samræmi við stefnumörkun um jafnréttismál að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá ÍTH, ÍBH og Jafnréttis- og lýðræðisnefnd. Starfshópurinn samræmi aðgerðir með vísan til jafnréttisáætlunar ÍBH frá 2004 sem unnin var af jafnréttisnefnd ÍBH.%0DNánar tekið fyrir á næsta fundi.

    • 0809133 – Starfsmannamál íþróttamála

      Íþróttafulltrúi kynnti ráðningu Daníels Péturssonar í starf verkefnisstjóra íþróttamála. Helstu verkefni verkefnisstjóra eru m.a. samræming á rekstri sundlauga og umsjón með niðurgreiðslum vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga.%0DJafnframt hefur verið auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns Suðurbæjarlaugar.%0D

    • 0809136 – Ársskýrslur félagsmiðstöðva

      Lagðar fram til kynningar ársskýrslur félagsmiðstöðva fyrir starfsárið 2007-2008.

    • 0808267 – Fjármál í málaflokknum, yfirlit

      Kynnt staða fjármála æskulýðs- og tómstundadeildar.

    Umsóknir

    • 0809120 – Frístundir.is, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá frístundir.is dags. 9. sept. s.l., þar sem farið er fram á styrk og samstarf vegna upplýsingabæklings á erlendum tungumálum um frístundir á höfuðborgarsvæðinu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 100.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess.

    • 0809130 – Pílukast, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Örnu Rut Guðlaugsdóttur ódags., þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Norðurlandamóti í maí s.l..

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 15.000 og felur íþróttfulltrúa afgreiðslu þess.

    Fundargerðir

    • 0801164 – Ásvellir, nýr salur og stúka

      Lögð fram til kynningar fundargerð frá 3. sept. s.l.

    • 0801161 – Stjórn skíðasvæða, fundargerðir 2008

      Lögð fram til kynningar fundargerð frá 11. sept. s.l.

Ábendingagátt