Íþrótta- og tómstundanefnd

13. október 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 83

Ritari

  • Anna Kristín Bjarnadóttir
  1. Kynningar

    • 0810159 – Handbók fyrir leiðbeinendur í hópastarfi

      Erna Sóley Stefánsdóttir forstöðumaður Versins mætti til fundarins og kynnti nýja handbók fyrir leiðbeinendur í hópastarfi sem hún hefur tekið saman.

    • 0810163 – Hjólabrettahátíð Hraunsins 2008

      Mikil ánægja er með hjólabrettahátíð sem haldin var við Félagsmiðstöðina Hraunið 2. okt.s.l.. Um 500 börn og unglingar tóku þátt í hátíðinni og fjöldi keppenda voru skráðir til leiks. Keppt var á hjólabrettum, á línuskautum, BMX hjólum og á hlaupahjólum.

    Almenn erindi

    • 0803182 – Sumarstarf 2008

      Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar yfir sumarstarf 2008.

      Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á því í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, að gera má ráð fyrir mikilli aðsókn í sumarstarfið árið 2009. Gera verður ráð fyrir auknu fjármagni í þennan lið við gerð fjárhagsáætlunar 2009.

    • 0810162 – Verkferlar vegna 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga

      Kynntir verkferlar er varða öflunar upplýsinga úr sakaskrá starfsmanna í æskulýðs- og íþróttastarfi, sbr. 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007.

    Umsóknir

    • 0810160 – Knattspyrnudeild FH, styrkbeiðni

      Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild FH dags. 2. okt. s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna uppskeruhátíðar yngri flokka.

      Íþrótta- og tómstundanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

    Fundargerðir

    • 0801164 – Ásvellir, nýr salur og stúka

      Lögð fram til kynningar fundargerðir starfshóps um uppbyggingu Ásvalla frá 26. ágúst og 3. sept. s.l.

    • 0702004 – Sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir

      Lögð fram til kynningar verkfundargerð Ásvallalaugar frá 24. sept. s.l.

    • 0801160 – ÍBH, fundargerðir 2008

      Lögð fram til kynningar fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 1. sept. s.l.

Ábendingagátt