Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

10. júní 2009 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 105

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0701391 – Jafnréttisfræðsla í skólum, samstarfsverkefni Hfj.bæjar, Kópavogsbæjar, Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu, Félagsmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

      Til fundarins mættu Heiðrún Sverrisdóttir, leikskólaráðgjafi og Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Valgerður Pálsdóttir, námsráðgjafi í Lækjarskóla, Birna Stefánsdóttir og Kiljan Vincent Paoli, nemendur úr Lækjarskóla, Sverrir Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Hörðuvöllum. Kynntar voru niðurstöður verkefna skólanna og umræður í framhaldinu.%0D%0DJafnframt var lagt fram boð á norræna ráðstefnu um jafnréttisfræðslu í skólum sem haldin verður á Grand Hótel 21. og 22. september næstkomandi.

      <DIV&gt;Lýðræðis- og jafnréttisnefnd þakkar fyrir frábæra kynningu og hvetur skóla í Hafnarfirði til að nýta sér verkefnin auk annarra verkefna sem er að finna á heimasíðu verkefnisins <A href=”http://www.jafnrettiiskolum.is/”&gt;www.jafnrettiiskolum.is</A&gt;. </DIV&gt;

    • 0906103 – Karlmenn segja NEI við nauðgunum, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni frá karlahópi Femínistafélags Íslands vegna verkefnisins: Karlmenn segja NEI við nauðgunum.

      <DIV&gt;Lýðræðis- og jafnréttisnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 krónur.</DIV&gt;

    • 0906105 – Fylgjum hjartanu, sameinumst í fjölbreytninni!

      Lagt fram bréf ásamt veggspjöldum frá félagsmálaráðuneyti og Mannréttindaskrifstofu Íslands þar sem vakin er athygli á átaksverkefni gegn mismunun Fylgdu hjartanu, sameinumst í fjölbreytninni!

      <DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt