Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

31. október 2007 kl. 16:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 79

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Farið yfir umsagnir frá ráðum og nefndum.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd samþykkir að senda lokadrög stefnunnar til frekari umsagnar til Jafnréttisstofu, Alþjóðahúss, Samtakanna ´78 og Öryrkjabandalagsins.

    • 0710295 – Endurútgáfa barnabókarinnar Tíu litlir negrastrákar.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd ályktaði eftirfarandi vegna endurútgáfu barnabókarinnar 10 litlir negrastrákar.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd harmar endurútgáfu barnabókarinnar Tíu litlir negrastrákar og telur að boðskapur bókarinnar byggi á fáfræði, úreltri hugmyndafræði og rasisma sem hafi ekkert uppeldisgildi og eigi því ekki erindi á borð íslenskra barna í dag. %0D %0D%0D

Ábendingagátt