Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

14. nóvember 2007 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 80

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0701391 – Skólaverkefni, samstarfsverkefni Hfj.bæjar, félagsmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

    • 0710243 – Íþrótta- og æskulýðsstarf barna af erlendum uppruna, rannsókn

      Margrét Gauja Magnúsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, mætti til fundarins og gerði grein fyrir fyrirhugaðri rannsókn á þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og óskaði eftir samstarfi lýðræðis- og jafnréttisnefndar.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd er tilbúin til samstarfs og felur lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa að vinna áfram að verkefninu með formanni ÍTH.

Ábendingagátt