Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

17. mars 2008 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 86

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0802095 – Þjónustuver, þjónusta við innflytjendur.

      Anna Sigurborg, þjónustu- og þróunarstjóri, mætti til fundarins og kynnti hugmyndir um á útfærslu verksviði þjónustufulltrúa sem sinnir sérstaklega þjónustu gagnvart innflytjendum.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd tekur undir hugmyndirnar.

    • 0701205 – Nýbúaútvarp.

      Það er mat lýðræðis- og jafnréttisnefndar að það sé mikilvægt fyrir framtíð nýbúaútvarps að Flensborgarskóli, ábyrgðaraðili útsendinga, og Alþjóðahús gangi frá formlegu samkomulagi um starfsemi og rekstur útvarpsins.%0D%0DVakin er athygli á því að í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir 3 milljónum kr. til verkefnisins.

    • 0803133 – Fræðsluátak um fjölmenningu.

      Lögð fram skýrsla frá Námsflokkum Hafnarfjarðar vegna fræðsluátaks um fjölmenningu á meðal starfsmanna bæjarins.

    • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Lögð fram að nýju drög að framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum en óskað hefur verið eftir umsögn lýðræðis- og jafnréttisnefndar um áætlunina.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd veitir eftirfarandi umsögn:%0DNefndin lýsir yfir ánægju með framkvæmdaáætlunina en telur þó að ábyrgð sé ekki nægjanlega skilgreind í áætluninni, betur þurfi að skýra aðstoð við fjölskylduna í víðum skilningi og skilgreina þurfi betur árangursmælikvarða.

Ábendingagátt