Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

14. maí 2008 kl. 00:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 88

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0710243 – Íþrótta- og æskulýðsstarf barna af erlendum uppruna, rannsókn

      Lögð fram skýrsla Erlu Sigurðardóttur um þjónustu Hafnarfjarðar við innflytjendabörn.

      Frestað milli funda.

    • 0805093 – Alþjóðahús, samráðsfundur 7. maí 2008

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir samráðsfundi samstarfsráðs Alþjóðahúss. Lagt fram ársyfirlit vegna starfsemi ársins 2007.

    • 0805098 – Þjóðahátíð 2008

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir Þjóðahátíð 2008, samstarfsverkefni Alþjóðahúss og Hafnarfjarðarbæjar sem haldin verður 31. maí nk. og verður hluti af afmælishátíð bæjarins. Hátíðin, sem verður til húsa í Gamla Íþróttahúsinu við Strandgötu, mun standa yfir frá kl. 12:00-18:00.

Ábendingagátt