Menningar- og ferðamálanefnd

16. apríl 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 103

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0804193 – Listalán, lán til kaupa listaverka.

      Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær komi að sérstökum lánveitingum til listaverkakaupa ásamt banka/bönkum. Bærinn og bankinn leggja hvor um sig í sjóð sem nýttur er til að greiða niður vexti af lánunum.

      Málið kynnt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 0804191 – Styrkur frá Ferðamálaráði.

      Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá því að styrkur fékkst frá Ferðamálaráði til lagfæringa á göngustígum og merkingum við Seltún. Styrkurinn hljóðar upp á 1.500 þús.kr.

    • 0804189 – Viðhorf til miðbæjar Hafnarfjarðar

      Bjarni Reynarsson mætti til fundarins og fór yfir spurningalista sem ætlaður er sem liður í að kanna viðhorf bæjarbúa til miðbæjarins.

      Nefndin skýrði frá sínum viðbætum og tillögum.

    • 0804075 – Landvættur, skúlptúr Einars Más Guðvarðarsonar

      Bæjarráð hefur óskað eftir umsókn menningar- og ferðamálanefndar vegna hugsanlegra kaupa á listaverkinu.

      Nefndin vísar til afgreiðslu á sambærilegu máli þegar útilistaverk Halldórs Ásgeirssonar var til umfjöllunar og vísar eins og þá til Listráðs Hafnarborgar vegna afgreiðslu málsins. Nefndin telur sig ekki hafa faglegar forsendur til þess að ákvarða kaup á listaverkum.

    • 0710071 – Jólaþorpið í Hafnarfirði

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir umræðu um hvers vegna fjölskylduráð hefði ekki afgreitt tillögu menningar- og ferðamálanefndar um skipan starfshóps vegna Jólaþorpsins.

      Guðmundur Rúnar Árnason, formaður fjölskylduráðs, mætti til fundarins og gerði grein fyrir umræðu í fjölskylduráði og lýsti jafnfram yfir að málið yrði afgreitt á næsta fundi fjölskylduráðs.

    • 0803068 – Víðistaðatún, þjónustuhús tjaldstæðis

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir upplýsingum um hvenær nýtt þjónustuhús á Víðistaðatúni verði komið í notkun.

Ábendingagátt