Menningar- og ferðamálanefnd

30. apríl 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 104

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0804193 – Listaverkakaup, lán

      Lagt fram að nýju erindi þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær komi að sérstökum lánveitingum til listaverkakaupa ásamt banka/bönkum. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að skoða útfærslu á slíkum lánum í samráði við gallerí og banka í Hafnarfirði. Þegar kostnaður liggur fyrir verði málið skoðað aftur.

    • 0804192 – Gistinætur í Hafnarfirði.

      Ásbjörg Una Björnsdóttir, verkefnisstjóri, mætti til fundarins og gerði grein fyrir svörum sem bárust vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjölda gistinátta í Hafnarfirði 2007. Anna Bára Gunnarsdóttir, forstöðumaður Þjónustuvers, mætti til fundarins og gerði grein fyrir fjölda erlendra gesta sem heimsóttu Þjónustuverið á árinu 2007.

    • 0710167 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó

      Greint frá skipan Menntamálaráðherra í starfshóp sem geri tillögur til að efla og styrkja starfsemi og auka sýnileika Kvikmyndasafns Íslands og Bæjarbíós í Hafnarfirði. Starfshópurinn er þannig skipaður; Eiríkur Þorláksson frá Menntamálaráðuneyti, Marín Hrafnsdóttir fyrir Hafnarfjarðarbæ og Gunnþóra Halldórsdóttir fyrir Kvikmyndasafn Íslands.

    • 0710071 – Jólaþorpið í Hafnarfirði

      Greint frá skipan fjölskylduráðs í starfshóp til eflingar og þróunar Jólaþorpsins í Hafnarfirði.

      Ákveðið að menningar- og ferðamálafulltrúi boði fyrsta fund í næstu viku.

    • 0804314 – Take a break 2008

      Nýr ferðaþjónustubæklingur, Take a break, lagður fram til kynningar.

      Farið yfir helstu nýjungar og breytingar sem gerðar hafa verið á bæklingnum.

    • 0804315 – Bæjarlistamaður og hvatningarstyrkir 2008

      Rætt um umsóknir og ábendingar sem borist hafa. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí.

    • 0804339 – Upplýsingamiðsöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

      Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar skorar á Ferðmálaráð Íslands að opna aftur upplýsingamiðstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Upplýsingamiðstöðin hafi gegnt afar mikilvægu hlutverki.

Ábendingagátt