Menningar- og ferðamálanefnd

4. september 2008 kl. 10:00

á Vesturgötu 8

Fundur 110

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0701303 – Tjaldsvæði á Víðistaðatúni

      Nýtt þjónustuhús er risið í nálægð við skátaheimilið og er verið að innrétta húsið. Rætt um framtíð tjaldsvæðisins.

      Nefndin óskar eftir að hitta forsvarsmenn skátanna og ræða framtíð tjaldsvæðisins.

    • 0808017 – Kvikmyndahátíð í Hafnarfjörð, styrkbeiðni

      Menningarfulltrúi greindi frá því að verið er að vinna að málinu en ljóst sé að Kvikmyndahátíð verður að hluta til haldin í Bæjarbíói.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Rætt um hvort tengja megi endurskoðun menningarstefnu við íbúaþing sem haldið verður í Hafnarfirði í haust. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, mætti til fundarins og fór yfir fyrirhugaða dagskrá íbúaþings.

      Nefndin er sammála um að efnisflokkar íbúaþings og umræða um þá muni nýtast vel við endurgerð menningarstefnunnar.

Ábendingagátt