Menningar- og ferðamálanefnd

18. september 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 111

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0805152 – Bókasafn á Völlum, útibú

      Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins, mætti til fundarins. Rætt um útibú á Völlum sem gert er ráð fyrir í þriggja ára áætlun og til stendur að opna árið 2010. Rætt um nafn og fl.

      Nefndin leggur til að útibúið fái nafnið Ásvallasafn. Nauðsynlegt er að nafngift liggi fyrir svo hægt sé að hefja skráningu bóka á safnið og vinna þannig í haginn fyrir framtíðina.%0DRætt um Landsfund Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, sem haldinn verður í Hafnarfirði 10.-11. október n.k.

    • 0809093 – Bókasafn Hafnarfjarðar, Ársskýrsla 2007

      Ársskýrsla lögð fram.

    • 0701303 – Tjaldsvæði á Víðistaðatúni

      Inga María Magnúsdóttir frá skátafélaginu Hraunbúum mætti til fundarins. Rætt um nýja stöðu tjaldstæðis með tilkomu þjónustuhúss sem reis í sumar.

      Ákveðið að hitta forsvarsmenn skáta fljótlega aftur og fara yfir markaðsmál og fleira er lýtur að tjaldstæðinu.

    • 0804192 – Fjöldi ferðamanna í Þjónustuver.

      Anna Bára Gunnarsdóttir, forstöðumaður Þjónustuvers, mætti til fundarins. Rætt um þátt ferðamanna í Þjónustuveri.

      Farið yfir dreifingu á Take a break, merkingar og fleira.

    • 0710071 – Jólaþorpið í Hafnarfirði

      Greint frá breytingum sem fyrirhugaðar eru þetta árið.

Ábendingagátt