Menningar- og ferðamálanefnd

9. október 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 112

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0810109 – Starfsáætlun menningar- og ferðamála

      Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá því að vinna við gerð starfsáætlunar menningar- og ferðamála er nú unnin undir handleiðslu Vilhjálms Kristjánssonar, stjórnsýslu og rekstrarráðgjafa og Ingibjargar Guðmundsdóttur fræðlufulltrúa. Í vinnuhópnum eiga sæti; menningar- og ferðmálafulltrúi, forstöðumenn menningarstofnana, Karl Rúnar Þórsson frá Byggðasafni og starfsmaður frá Hafnarborg (eftir að tilnefna).

    • 0710071 – Jólaþorpið í Hafnarfirði

      Lögð fram fjárhagsáætlun þorpsins og greint frá þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru.

    • 0804191 – Ferðamálaráð, styrkur

      Greint frá því að vinna við merkingar og lagfæringar á göngustígum við Seltún stendur fyrir dyrum en styrkur upp á kr. 1.500.000 fékkst frá Ferðamálastofu í verkefnið fyrr á þessu ári.

    • 0810107 – Syngjandi jól

      Greint frá því að viðburðurinn Syngjandi jól þar sem fram koma 30 kórar og sönghópar er nú samvinnuverkefni Skrifstofu menningar- og ferðamála og Skólaskrifstofu. Syngjandi jól verða í Hafnarborg þann 6. desember n.k.

    • 0810108 – Álfakort

      Rætt um endurprentun, höfundarrétt og fl.

Ábendingagátt