Menningar- og ferðamálanefnd

18. júní 2009 kl. 10:00

á Vesturgötu 8

Fundur 122

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0806094 – Hafnarfjarðarleikhúsið

      Ársreikningur og ársskýrsla aftur til umfjöllunar. Lögð fram umsögn fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar um ársreikning 2008.

      <DIV><DIV><DIV>Farið yfir umsögnina.  Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að boða fjármálastjóra á næsta fund nefndar.</DIV></DIV></DIV>

    • 0906147 – Ferðamálahópur ÍTH

      Greint frá því að ferðamálahópur ÍTH er tekinn til starfa en í honum eru 8 krakkar á aldrinum 17-19 ára ásamt leiðbeinanda. Skrifstofa menningar- og ferðamála sér um að þjálfa og halda utan um hópinn ásamt ÍTH. Hópurinn mun fara á hverjum degi til Reykjavíkur til þess að kynna fyrir ferðamönnum allt það sem Hafnarfjörur hefur uppá að bjóða. Um tilraunaverkefni er að ræða.

      <DIV><DIV></DIV></DIV>

    • 0904225 – Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar

      Menningarfulltrúi lagði til að umsjón með útilistaverkum Hafnarfjarðarbæjar myndi færast frá Skrifstofu menningar- og ferðamála til Hafnarborgar. Málið hefur verið rætt við forstöðumann Hafnarborgar sem er samþykkur breytingunni.

      <DIV><DIV>Nefndin samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti.</DIV></DIV>

    • 0711020 – Uppland Hafnarfjarðar, rammaskipulag

      Lögð fram gönguleiðakort vegna upplands Hafnarfjarðar frá Landslagi ehf. dags. 13. maí 2009. Erindinu var vísað úr skipulags-og byggingarráði til menningar- og ferðamálanefndar 9. júní sl.

      <DIV><DIV>Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir að fá kynningu á gönguleiðunum.</DIV></DIV>

    • 0801344 – Miðbær, þróunaráætlun

      Bæjarráð vísar einstökum þáttum tillögunnar sem varða viðkomandi ráð og nefndir til umsagnar í menningar- og ferðamálanefnd, hafnarstjórn, framkvæmdaráði og skipulags- og byggingaráði.

      <DIV><DIV><DIV>Nefndin óskar eftir að hitta miðbæjarnefnd og fara yfir þróunaráætlunina að loknum sumarleyfum.</DIV></DIV></DIV>

    • 0904161 – Bjartir dagar 2009

      Rætt um hátíðina sem fór fram dagana 28. maí – 7. júní.

      <DIV><DIV>Einnig rætt um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka upp nafnið Bjarta Reykjavík þrátt fyrir Bjarta daga Hafnarfjarðar og þrátt fyrir markaðssamstarf höfuðborgarsvæðisins.  Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að ræða málið við bæjarstjóra.</DIV></DIV>

Ábendingagátt