Menningar- og ferðamálanefnd

2. september 2009 kl. 08:15

á Vesturgötu 8

Fundur 125

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0908194 – Rekstur kaffihúss í Hellisgerði

   Lagt fram erindi frá Sigríði Friðriksdóttur þar sem óskað er eftir afnotum af húsi í Hellisgerði. Hugmyndin er að reka þar kaffihús þar sem áhersla verði lögð á sérkenni Hellisgerðis s.s. álfa, gróður og sögu.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið en felur menningar- og ferðamálafulltrúa að auglýsa eftir fleiri áhugasömum um rekstur hússins til að gæta jafnræðis.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0908126 – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

   Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá framkvæmdastjóra hátíðarinnar um hvenær viðburðir myndu eiga sér stað í Bæjarbíói en svör hafa ekki borist.

   <DIV&gt;<P&gt;Lagður fram tölvupóstur dags. 1. sept 2009 frá Hrönn Marinósdóttur, framkvæmdastjóra kvikmyndahátíðarinnar, þar sem fram kemur að ekki&nbsp;geti orðið&nbsp;að dagskrá í Bæjarbíói í ár.&nbsp;</P&gt;</DIV&gt;

  • 0907142 – Línudanshátíð í Hafnarfirði 30. júlí - 1. ágúst

   Lagt fram að nýju erindi um línudanshátíð. Óskað er eftir niðurfellingu á leigu á íþróttahúsi í Hafnarfirði. Erindið er sent öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Viðburðurinn er háður þátttöku erlendra gesta.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að kanna grundvöll fyrir því að viðburðurinn fari fram í íþróttahúsinu við Strandgötu 30. júlí – 1. ágúst nk.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0908117 – Hafnarfjarðarleikhúsið, úttekt á samningi

   Lagt fram sexmánaða árshlutauppgjör Hafnarfjarðarleikhússins á árinu 2009 ásamt álitsgerð fjármálastjóra bæjarins. Kallað var eftir viðbótargögnum um fjárhag leikhússins vegna ársreiknings 2008.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Farið yfir árshlutauppgjörið og álitsgerðina.&nbsp; Í álitsgerð fjármálastjóra er ítrekað að nauðsynlegt sé að fram komi áætlanir um hvernig staðið verði að fjárhagslegri endurskipulagningu leikhússins m.t.t. núgildandi samnings.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt