Menningar- og ferðamálanefnd

25. mars 2011 kl. 08:15

á Vesturgötu 8

Fundur 160

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 11023213 – Álfagarðurinn Hellisgerði, miðstöð álfa og huldufólks, samstarf

      Erindi aftur á dagskrá. Lagðar fram umsagnir frá Sigurði Haraldssyni, Fasteignafélaginu og Berglindi Guðmundsdóttur frá Skipulags- og byggingarsviði.

      Nefndin telur jákvætt að auka líf í garðinum og að styrktar séu stoðir bæjarins sem álfabæjar með þessum hætti.  Vísað er til umbeðinna umsagna og áréttað að samráð verði haft við garðyrkjustjóra bæjarins og Fasteignafélag Hafnarfjarðar. Vísað til fjölskylduráðs. 

    • 1101286 – Styrkir til lista- og menningarmála 2011.

      Rætt um styrkafhendingu sem fram fer í Hafnarborg þann 7. apríl n.k.

      Rætt um dagskrá, veitingar og fl.

    • 1103227 – Norðurbakki, húsbílastæði

      Lagt fram erindi frá Ingva Hraunfjörð Ingvasyni þar sem óskað er eftir leyfi til að reka húsbílastæði á Norðurbakkanum, í eitt ár til að byrja með.

      Vísað er til synjunar erindisins hjá skipulags- og byggingarfulltrúa sem áréttar að ekki sé gert ráð fyrir þessari notkun skv. deiliskipulagi á Norðurbakka.  Einnig vill nefndin bæta við að hugað var að húsbílum í þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á tjaldstæði Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni sumarið 2009.

    • 11032688 – Sumarið 2011, sumarmarkaður og fl.

      Greint frá fundi sem haldinn var með nokkrum starfsmönnum bæjarins og formanni menningar- og ferðamálanefndar.

      Málið rætt.

    • 1011117 – Krýsuvík. Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

      Greint frá fundi tveggja stjórnarmanna Reykjanesfólkvangs við starfsmenn bæjarins þar sem farið var yfir málefni Seltúns á sumri komandi. Á fundinn mættu Sverrir Bollason formaður samtakanna, Óskar Sævarsson, Helga Stefánsdóttir, Dagur Jónsson og Marín Hrafnsdóttir.

      Ákveðið að óska eftir því að Helena Mjöll Jóhannsdóttir, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, komi á næsta fund nefndar til að fara betur yfir málið.

Ábendingagátt