Menningar- og ferðamálanefnd

17. ágúst 2011 kl. 08:15

á Vesturgötu 8

Fundur 165

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Menningar- og ferðamálanefnd lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi enn borist svar frá menntamálaráðuneyti um endurnýjun samnings. Nefndin fundaði um málið hjá ráðuneyti 13. apríl sl.

    • 1108149 – Jólaþorpið 2011

      Lögð fram drög að samningi um útleigu söluhúsa. Rætt um leiguverð húsa, opnunartíma og fleira.

      Ákveðið að halda opnunartíma fyrra árs óbreyttum. Ákvörðun um leiguverð húsa frestað til næsta fundar.

    • 1011117 – Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

      Menningar- og ferðamálafulltrúi sagði frá fundi með landverði Reykjanesfólkvangs og greindi frá ánægju gesta með aðstöðuna í Seltúni. Salerni verða opin til loka september en áhugi er á að skoða með hvaða hætti hægt væri að hafa einnig opið yfir vetrartímann.

    • 1108150 – Bókasafn Hafnarfjarðar. Ný lög um hámarkssektir bókasafna.

      Greint frá nýjum lögum er varða tekjuþátt Bókasafns Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt