Menningar- og ferðamálanefnd

22. nóvember 2011 kl. 00:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 171

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1108149 – Jólaþorpið 2011

      Jólaþorpið opnar laugardaginn 26. nóvember nk. Lögð fram skemmtidagskrá, yfirlit yfir söluaðila og kostnaðaráætlun.

      Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með dagskrá og kostnaðaráætlun.

    • 1111241 – Syngjandi jól 2011

      Syngjandi jól verða haldin í fjórtánda skiptið þann 3. desember nk. Lögð fram dagskrá með tímasetningum kóranna sem taka þátt.

    • 1011117 – Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

      Óskar Sævarsson og Helena Mjöll Jóhannsdóttir, fyrir hönd Reykjanesfólkvangs, mættu til fundarins og gerðu grein fyrir því hvernig þjónustu við ferðamenn var háttað í Seltúni sumarið 2011. Hafnarfjarðarbær er með þjónustusamning við Reykjanesfólkvang um rekstur salerna og þjónustuhúss í Seltúni. Lögð fram skýrlsa landvarðar.

      Rætt um verkefni Reykjanesfólkvangs með áherslu á Seltún og þá sérstaklega hvað varðar varanlega lausn á vatnslögn á svæðinu. Rætt um að samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og fólkvangs um rekstur í Seltúni rennur út í árslok 2012. Nefndin þakkar Óskari og Helenu fyrir upplýsingarnar og óskar eftir að fá að sjá endanlegar tölur um mikla aukningu ferðamanna í Seltúni.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Lögð fram drög að samningi milli Kvikmyndasafns Íslands og Hafnarfjarðarbæjar.

      Ákveðið að halda aukafund kl. 16 miðvikudaginn 23. nóvember til þess að fara betur yfir samningsdrögin.

    • 1111072 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.

      Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá samtali við Sverri Bollason, formann stjórnar Reykjanesfólkvangs. Stjórnin vill fremur sækja um við næstu úthlutun þegar stjórnunaráætlun (verndaráætlun) Reykjanesfólkvangs liggur fyrir.

      Nefndin er sammála því að sækja frekar um í febrúar 2012 og þá í samvinnu við stjórn Reykjanesfólkvangs.

    • 1106052 – Könnun á fjölda ferðamanna til Hafnarfjarðar 2011.

      Lögð fram skýrsla frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. Skýrslan greinir frá niðurstöðum könnunar á fjölda ferðamanna í Hafnarfirði sumarið 2011.

      Rögnvaldur Guðmundsson, frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf., mætti til fundarins og fór yfir skýrsluna. Nefndin þakkar Rögnvaldi fyrir kynninguna.

    • 1111060 – Afmælissýning, 50 ára ártíð Friðriks Bjarnasonar, 100 ára afmæli Páls Kr. Pálssonar og 90 ára afmæli Bókasafns

      Lögð fram styrkumsókn.

      Vísað til næstu styrkveitinga.

Ábendingagátt