Menningar- og ferðamálanefnd

27. nóvember 2012 kl. 16:45

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 191

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Umhverfis- og framkvæmdarsvið óskar eftir umsögnum og athugsemdum frá Menningar- og ferðamálanefnd vegna Umhverfis- og auðlindastefnu.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur undir þær athugsemdir í skýrslunni sem snúa að bættu aðgengi, merkingu og fræðslu um náttúru bæjarlandsins og nágrennis. Einnig að aukið verði við landvörslu í Krýsuvík og að nýting auðlinda verið með þeim hætti að sem minnst truflun verði á annarri starfsemi svo sem ferðamennslu og útivist. $line$$line$Nefndin leggur áherslu á að nýting jarðhita í Sveifluhálsi verði með þeim hætti að ekki valdi röskun í og við Seltún og að framkvæmdir verði arðsemisútreikningar á nýtingu auðlindarinnar. Varlega þarf að fara í allar framkvæmdir á þessu stórbrotna svæði þannig að komandi kynslóðir geti fengið að njóta þess.

    • 1101215 – Straumur við Straumsvík, leigusamningur

      Leigutaki Straums, Viking Circle, mun fara út 1.1.2013.

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir því að Straumur verði auglýstur til leigu sem fyrst.

    • 1211293 – Styrkumsókn til þess að gera gagnagrunn um uppbyggingu miðbæ Hafnarfjarðar frá 1800 til dagsins í dag.

      Gunnar Logi Gunnarsson arkitekt óskar eftir styrk til þess að gera gagnagrunn um uppbyggingu á miðbæ Hafnarfjarðar frá 1800 til dagsins í dag.

      Lagt fram til kynningar

Ábendingagátt