Menningar- og ferðamálanefnd

6. júní 2007 kl. 00:00

Vesturgötu 8

Fundur 87

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0706077 – Ársreikningur Hafnarfjarðarleikhússins 2006

      Reikningur lagður fram.

      Óskað eftir álitsgerð frá rekstrarteymi bæjarins og að það yfirfari reikninginn. Einnig óskar nefndin eftir að fulltrúi frá rekstrarteymi og framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarleikhússins mæti á næsta fund þegar ársreikningurinn verður aftur til umfjöllunar.

    • 0706082 – Upplýsingaskilti í Hellisgerði um álfa og þjóðtrú.

      Greint frá skiltum sem sett verða upp í Hellisgerði að fengnu samþykki Framkvæmdasviðs. Lögð fram hugmynd að útliti og texta.

    • 0704265 – Hádegisfundir ferðaþjónustunnar

      Næsti fundur verður haldinn 7. júní hjá Íslandsvinum.

    • 0706080 – Bjartir dagar, Sjómannadagur og Jónsmessuhátíð í Hellisgerði 23. júní

      Greint frá viðtökum Bjartra daga og Sjómannadagsins og lögð fram dagskrá Jónsmessuhátíðar í Hellisgerði.

    • 0704009 – Miðhella 1, miðstöð fyrir listamenn

      Lögð fram skýrsla þar sem málið er kynnt. Einnig lögð fram teikning af Strandgötu 75, húsnæði sem Ingvar Guðmundsson hefur hug á að leigja bænum sem aðstöðu fyrir listamenn.

      Nefndin óskar eftir að haldinn verði kynningarfundur fyrir þá sem málið varðar og báðir möguleikar skoðaðir.

Ábendingagátt