Menningar- og ferðamálanefnd

27. júní 2007 kl. 00:00

Vesturgötu 8

Fundur 88

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0704009 – Miðhella 1, miðstöð fyrir listamenn

      Valgeir Sigurðsson, Hrólfur Hreiðarsson og Sigurður G. Valgeirsson mættu til fundarins og gerðu grein fyrir Miðhellu 1, miðstöð fyrir listmenn, sem þeir ætla að byggja.

      Rætt um aðkomu Hafnarfjarðarbæjar og ákveðið að fela menningar- og ferðamálafulltrúa að skrifa umsögn sem hann beri undir nefndarmenn á næstu dögum.

    • 0706077 – Ársreikningur Hafnarfjarðarleikhússins 2006

      Agla Jónsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, mætti til fundarins og fór yfir ársreikning Hafnarfjarðarleikhússins með nefndarmönnum og lagði fram álitsgerð.

      Engar athugasemdir eru gerðar við ársreikninginn. Rætt um leikhúsárið almennt og í framhaldinu óskar nefndin eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarleikhúsinu um kostnaðarskiptingu í samstarfsverkefnum.

Ábendingagátt