Menningar- og ferðamálanefnd

16. janúar 2008 kl. 08:15

á Vesturgötu 8

Fundur 97

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Rætt um næstu skref.

      Ákveðið að halda menningaþing þar sem menningarstefna verði m.a. til umfjöllunar. Stefnt er að því að halda menningarþingið í október eða eftir að niðurstöður íbúaþings Hafnarfjarðar liggja fyrir.

    • 0801210 – Stefnumótun í ferðamálum.

      Ákveðið að ræða betur á næsta fundi.

    • 0801209 – Styrkir nefndar 2008

      Rætt um auglýsingu og fleira.

      Ákveðið að stefna að því að veita styrki til lista- og menningarstarfsemi og húsverndarstyrki þann 13. mars. nk.

    • 0707107 – Suðurgata 18, deiliskipulag

      Óskað hefur verið eftir umsögn nefndar.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar tillögu um nýtt hótel í miðbæ Hafnarfjarðar. Nefndin hefur kynnt sér tillögu að deiliskipulagi og svæðið þar sem hótelið verður og gerir ekki athugasemdir. Nefndin áréttar þó að hugað sé að því að húsbyggingin falli vel að umhverfi og götumyndum Suðurgötu og Strandgötu.%0D

    • 0801221 – Afmælisár, viðburðir.

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað: “Með hvaða hætti tengjast viðburðir á afmælisári verkefnum menningar- og ferðamálanefndar og starfi menningar- og ferðamálafulltrúa? Óskað er eftir upplýsingum um þau verkefni sem tengjast viðburðum afmælisárs og menningar- og ferðamálafulltrúi þarf að sinna, sem og áætlun um hversu mikinn tíma má áætla í þau verkefni.

Ábendingagátt