Miðbæjarnefnd

3. október 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 65

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir fundarritari
  1. Almenn erindi

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Lagt fram að nýju. Áður á dagskrá 19. sept. sl. Lýðræðis- og jafnréttisnefnd samþykkti á fundi sínum að þ. 24. ágúst sl. að vísa drögunum til umsagnar hjá ráðum og nefndum bæjarins.

      Miðbæjarnefnd gerir ekki athugasemd við drögin að jafnréttisáætluninni.%0D%0DFulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað:%0D”Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við 1. gr. um leiðir í 8. kafla um hlutföll kynja í nefndum og ráðum. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins er að ekki skuli hafa kynjakvóta.”

    • 0701356 – Bílastæðaþörf í miðbænum

      Tekið fyrir að nýju.

      Miðbæjarnefnd tekur undir tillögu 2 í skýrslunni og telur að bílastæði á götuhæð og eina hæð niður sé ákjósanlegasti kosturinn miðað við núverandi forsendur. %0DMiðbæjarnefnd bendir á mikilvægi þess að ákvörðun í sambandi við bílastæðahús sé í takt við vinnu í þróun og uppbyggingu miðbæjarins.%0D

Ábendingagátt