Miðbæjarnefnd

11. nóvember 2008 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 89

Ritari

  • Anna Sigurborg Ólafsdóttir þjónustu- og þróunarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0809028 – Miðbær, umhirða

      Ólafur Helgi Árnason, lögfræðingur á skipulags- og byggingasviði kom til fundarins og fór yfir úrræði Hafnarfjarðarbæjar til að taka á slæmri umhirðu í miðbænum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Miðbæjarnefnd beinir því til skipulags- og byggingasviðs að ruslagámur fyrir framan Strandgötu 21 verði fjarlægður. Bæði er þessi gámur til óprýði og slysagildra þar sem hann er staðsettur á gangstéttinni.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0801344 – Miðbær, þróunaráætlun

      Stjórn miðbæjarsamtakanna mætti til fundarins og rædd var aðkoma samtakanna að vinnu við þróunaráætlun. Bjarni Reynarsson fór yfir verkefnaþætti þróunaráætlunar.

      <DIV&gt;%0D<DIV&gt;Ákveðið var að hittast fljótlega og halda vinnu áfram við þróunaráætlunina með stjórninni.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0805092 – Hagsmunasamtök verslunar- og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar, samstarf

      Farið var yfir samstarfsmöguleika miðbæjarnefndar og stjórnar miðbæjarsamtakanna.

      <DIV&gt;%0D<DIV&gt;Niðurstaða umræðna var að viðhalda samstarfi nefndarinnar og stjórnarinnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt