Skipulags- og byggingarráð

8. september 2009 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 233

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 26.08.2009 og 02.09.2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0810265 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Græni trefillinn, breytt skilgreining.

      Lagður fram tölvupóstur dags. 25.08.2009 frá Haraldi Sigurðssyni verkefnisstjóra á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar ásamt fylgigögnum, sem fjalla um athugasemdir við svæðisskipulagsbreytingu varðandi Græna trefilinn. Lagt er til að Hafnarfjarðarbær samþykki breytinguna. Sviðsstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.%0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð vísar&nbsp;til fyrri afgreiðslu málsins frá 4. nóvember 2008</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0906128 – Lónsbraut 56, breyting á byggingarleyfi

      Björn Sigurðsson sækir 12.06.09 um að breyta áður samþykktum teikningum. Gaflar steyptir í fulla hæð samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 11.06.09. Nýjar teikningar lagðar inn 09.07.09. Skipulags- og byggingarráð taldi 25.08.2009 ekki unnt að verða við erindinu að svo stöddu, þar sem ekki er fyrir hendi frárennsli á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð fól jafnframt skipulagssviði að vinna úttekt á vatns- og frárennslismálum á svæðinu og gera tillögu um aðgerðir. Lögð fram samantekt framkvæmdasviðs um vatns- og frárennslismál á svæðinu.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að vinnu við deiliskipulag bátaskýla við Hvaleyrarlón.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB060701 – Strandgata 1, Bókasafnsreitur

      Tekið til umræðu framhald vinnu við deiliskipulag bókasafnsreits, Strandgötu 1, í samræmi við verðlaunatillögu í samkeppni um stækkun bókasafnsins.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að skipulagsvinnu við reitinn R1.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0908091 – Efstahlíð 7 og 9 parhús, fyrirspurn

      Eigendur Efstuhlíðar 7 og 9 óska eftir að fá umsögn vegna hugmyndar um byggingu ca 24 fm sólstofu ofaná bílskúra en þeir eru samliggjandi milli húsanna. Auk sólstofu kæmi síðan að sunnanverðu 4 fm svalir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.09.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0807220 – Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagsforsögn fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu, dags. 17.03.2009. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009 og umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909069 – Aðalskipulag Suðurgata - Hamarsbraut

      Tekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar lóð St. Jósefsspítala innan deiliskipulagssvæðis Suðurgata – Hamarsbraut. Lagt er til að landnotkun á lóðunum suðurgata 42 – 44 verði breytt úr stofnanasvæði í blandaða byggð íbúðarsvæða og stofnanasvæða.

      <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 í samræmi við erindið. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi lóð St. Jósefsspítala Suðurgata 42 – 44.”</DIV&gt;

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Aðalskipulagstillagan byggir á samþykkt bæjarstjórnar um gerð skipulagsins dags. 11.11.2008. Lögð fram umhverfisskýrsla Eflu verkfræðistofu dags. 29.07.2009. Sviðsstjóri skýrir frá kynningarfundi um aðalskipulagstillöguna sem haldinn var 07.09.2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Sviðsstjóri gerði grein fyrir umræðum á kynningarfundi, sem haldinn var 07.09.2009.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909070 – Aðalskipulag stígur í Græna Treflinum.

      Tekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi hafnarfjarðar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skiuplags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi Hafnarfjarðar.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0903209 – Hvaleyrarbraut 22, ólöglegar framkvæmdir framhald

      Bæjarráð f.h. bæjarstjórnar hafði samþykkt dagsektir frá og með 1. september 2009 vegna ólöglegrar búsetu í húsinu. Starfsmenn byggignareftirlitsins fóru á staðinn og staðfesta að búsetu er lokið í húsinu.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Málinu telst lokið, en skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að fylgjast áfram með húsinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0906205 – Kríuás 47, ósk um lokaúttekt

      Borist hefur tölvupóstur frá Stefáni Hjaltalín f.h. húsfélagsins að Kríuási 47 dags. 10.06.2009, þar sem óskað er eftir að byggingarfulltrúi krefji byggingarstjóra um lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 24.06.2009 til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um aðgerðir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.07.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi 11.08.2009:%0D”Skipulags- og byggingarráð beinir því til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um aðgerðir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum.” Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á hendur byggingarstjóra hússins&nbsp;verði kr. 20.000/dag, og verði&nbsp;innheimtar&nbsp;frá og með 1. október 2009, hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0807212 – Hafravellir 18 og 20, kvörtun

      Borist hefur kvörtun með tölvupósti dags. 10.03.2009 frá íbúum Hafravalla 14 og 16 vegna slæms frágangs á byggingarlóð Hafravalla 18 og 20. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur áður sent lóðarhöfum bréf út af sama máli, dags. 25.07.2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.04.2009 lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi 28.04.2009:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa&nbsp;vegna&nbsp;umgengni á hvorri lóðinni&nbsp;verði kr. 20.000/dag, og verði&nbsp;innheimtar&nbsp;frá og með 1. október 2009, hafi lagfæringar ekki verið gerðar fyrir þann tíma.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0905139 – Kaplahraun 15, ólögleg búseta

      Borist hefur vitneskja um ólöglega búsetu í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.05.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um viðeigandi aðgerðir skv. skipulags- og byggingarlögum. Svar barst ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 09.06.2009 til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 23.06.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sviðsstjóri hefur áður gert grein fyrir viðræðum við eiganda hússins, þar sem fram kom að sækja ætti um starfsmannabústað eða gistiheimili.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð bendir á að húsið er á iðnaðarsvæði, þar sem hvorki er gert ráð fyrir starfsmannabústöðum né gistiheimilum skv. skipulagsreglugerð.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0906030 – Glitvellir 37, frágangur á lóð

      Borist hefur kvörtun frá íbúum Glitvalla 29 – 43 með tölvupósti dags. 03.06.2009 vegna frágangs á byggingarsvæði Glitvalla 37, sem notuð er fyrir birgðasvæði fyrir gáma. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 37/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 07.07.2009 eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagt fram bréf Leiknis Ágústssonar og Tinnu Bjarkar Halldórsdóttur lóðarhafa dags. 09.07.2009 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Lagðar fram athugasemdir eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 24.07.2009. Þar sem lóðarhafi hafði upplýst að hann muni ráðast í umbætur á lóðinni frestar Skipulags- og byggingarráð málinu milli funda 11.08.2009. Úrbætur hafa ekki verið gerðar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð telur eðlilegt að einn gámur geti verið eftir á lóðinni. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir hann,&nbsp;en aðra&nbsp;gáma þ.m.t. gáma&nbsp;í snúningshaus ber að fjarlægja, og gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi&nbsp;tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa&nbsp;verði kr. 20.000/dag, og verði&nbsp;innheimtar&nbsp;frá og með 1. október 2009, hafi gámarnir utan einn&nbsp;ekki verið&nbsp;fjarlægðir fyrir þann tíma.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt