Skipulags- og byggingarráð

29. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 288

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 16.11.11 og 23.11.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.11.11.

      Skipulags- og byggingarráð fellst í öllum meginatriðum á athugasemdir Skipulagsstofnunar og felur sviðinu að lagfæra greinargerð og uppdrætti í samræmi við það.

    • 1105201 – Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál

      Tekið fyrir að nýju bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiptingu lóðarinnar. Borist hefur bréf frá þremur eigendum dags. 7.11.2011 með nýrri tillögu að skiptingu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.11.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að kynna framlagða tillögu fyrir öðrum eigendum húsa á lóðinni.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Tekið fyrir að nýju rammaskipulag fyrir athafnasvæði við Reykjavíkurveg. Fulltrúi Plúsarkitekta Þormóður Sveinsson mætir á fundinn og kynnir endanlegar tillögur.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1111123 – Hjallabraut 55, fyrirspurn

      Hjallastefnan ehf leggur 09.11.11 fram fyrirspurn um að byggja þjónustuhús við skólastofur samkvæmt teikningum Kjartans Sigurðssonar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.11.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    • 1109258 – Undirhlíðar, sandspyrna

      Tekið fyrir bréf Magnúsar Finnbjörnssonar f.h. Kvartmíluklúbbsins dags. 19.11.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn vatnsveitustjóra um erindið.

    • 1011117 – Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

      Skýrsla landvarðar lögð fram til kynningar. Lagður fram tölvupóstur frá Birni H. Barkarsyni VSÓ-ráðgjöf dags. 29.11.11 þar sem kynnt er stjórnunaráætlun fyrir Reykjanesfólkvang.

      Lagt fram.

    • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

      Lögð fram fornleifaskráning Katrínar Gunnarsdóttur fornleifafræðings fyrir Norðurbæinn. Skráð í gagnagrunn Byggðasafns Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 1108205 – Skógarás 2, tvær íbúðir

      Kynntar niðurstöður úr hverfiskönnun þar sem meðal annars var kannaður hugur íbúa í Áslandi 3 til fjölgunar skráðra íbúða og fleiri þátta er varða skipulag og framkvæmdir í hverfinu.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins uns frekari úrvinnsla liggur fyrir.

    • 11023144 – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur

      Tekin fyrir að nýju lokaskýrsla starfshóps um lóðaverð. Bæjarráð vísaði tillögum 5, 6, 7, 8, 10 og 15 til skipulags- og byggingarráðs til frekari úrvinnslu. Áður lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra að útfærslu í samræmi við afgreiðslu ráðsins á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu sviðsstjóra að sinni með áorðnum breytingum.

    • 1009174 – Skipulagsreglugerð

      Tekið fyrir að nýju bréf umhverfisráðuneytisins dags. 03.11.11 þar sem vísað er til umsagnar tillögu að nýrri skipulagsreglugerð. Umsagnarfrestur er til 01.12.11. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn sviðsstjóra að sinni með áorðnum breytingum.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin til umræðu heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja vinnuna. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Áður lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Lögð fram frumdrög sviðsstjóra að verkefnislýsingu.

      Lagt fram.

    • 1110324 – Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024, drög

      Tekið fyrir erindi frá Ásmundi Friðrikssyni f.h. Samvinnunefndar Svæðisskipulags Suðurnesja dags. 27.10.11 þar sem vísað er til umsagnar drögum að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 2024. Umsagnarfrestur er til 17.11.11. Lögð fram endurskoðuð tillaga formanns og sviðsstjóra að umsögn.

      Skipuags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn og gerir að sinni.

Ábendingagátt