Skipulags- og byggingarráð

11. desember 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 312

Mætt til fundar

  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðjón Sveinsson varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 28.11.12 og 05.12.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1211296 – Trönuhraun 9, byggingaáform á lóð

      Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar leggur inn fyrirspurn dags 18.11.12 varðandi byggingaráform fyrirtækisins á lóð fyrirtæksins og leitar eftir samþykki skipulagsyfirvalda á þeim. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.11.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar um erindið og framhald málsins.

    • 1212037 – Helluhraun 16-18, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir erindi Gests Ólafssonar f.h. Fasteignafélagsins Eikar, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðfylgjandi skipulagstillögu. Skipulags- og byggingarráð hafði áður veitt leyfi til að leggja fram tillögu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.12.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við Gest Ólafsson f.h. Fasteignafélagsins Eikar um tillöguna og nánari útfærslu.

    • 1210356 – Brekkugata 14, deiliskipulagsbreyting

      Ragnar Agnarsson sækir 16.10.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðar. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.11.2012. Athugasemd barst. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs við athugasemd.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar sviðsins við athugasemd. Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi við Brekkugötu 14 og að málinu verði verði lokið í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1210117 – Aflétting kvaðar um umferð úm lóðirnar Fb 1,3 og 5

      Lögð fram umsókn Fiskvinnslunnar Kambs hf, Haraldar Jónssonar ehf og Fornubúða eignarhaldsfélags um að kvöð um umferð milli húsanna Fornubúða 1 og 3 annarsvegar og Fornubúða 3 og 5 hinsvegar verði aflétt. Umsóknin er dagsett 3. október og undirrituð Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs hf, Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Haraldar Jónssonar ehf og Jón Rúnar Halldórsson framkvæmdastjóri Fornubúða eignarhaldsfélags. Hafnarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti en þó með því skilyrði að allir eigendur í viðkomandi húsa hafi óskertan aðgang að húsnæði sínu. Hafnarstjórn vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs til nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga. Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingarsviðs um erindið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að aflétta kvöðunum að hluta í samræmi við umsögn hafnarstjóra.

    • 1211090 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðurbær, breyting

      Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulaginu hvað varðar Hringbraut 17 og lóðir kring um St:Jósefsspítala.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025, Suðurbæ, Suðurgata – Hringbraut, dags. 27.11.2012.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa tillögu dags. 27.11.2012 að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025, Suðurbæ, Suðurgata – Hringbraut í samræmi við 30. og 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1212009 – Gatnakerfi Hafnarfjarðar - framkvæmdir Vegagerðar

      Framkvæmdir Vegagerðarinnar við gatnakerfi Hafnarfjarðar teknar til umræðu. Fulltrúar Vegagerðarinnar Jónas Snæbjörnsson umdæmisstjóri og Magnús Ó Einarsson deildarstjóri mættu á fundinn. Lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjafar: “Samantekt á niðurstöðum umferðaröryggisúttektar á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið” úr mati á umhverfisáhrifum vegna aðgengis að Þríhnúkagíg.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar og felur sviðsstjóra og Helgu Stefánsdóttur Umhverfis- og framkvæmdasviði að gera tillögu til Samgönguráðs um framkvæmdir Vegagerðarinnar á næstu árum í Hafnarfirði.

    • 1211376 – Ávallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Tekið til umræðu deiliskipulag Ásvallabrautar milli Valla 7 (Hádegishlíðar) og Áslands 3.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að hefja vinnu að deiliskipulagi Ásvallabrautar milli Valla 7 og Áslands 3.

    • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

      Tekin til umræðu notkun bátaskýlanna og framtíð svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Lónsbraut í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 0703024 – Vatnsveita, Fagridalur rannsóknir

      Framkvæmdaráð samþykkti 22.06.12 að heimila vatnsveitustjóra að sækja um nýtingarleyfi í Fagradal vegna vatnsréttinda þar. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri mætir á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar vatnsveitustjóra fyrir fróðlega kynningu. $line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir mikilvægi þess þegar horft er til framtíðar að vatnsöflun sé tryggð fyrir Hafnarfjörð, leggur til að hafnar verði viðræður við Grindavíkurbæ um málið og vísar málinu til bæjarstjóra.

    • 1207247 – Nýr urðunarstaður, staðarval

      Tekið fyrir að nýju erindi Sorpu bs varðandi nýjan urðunarstað á svæðinu. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri mætir á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

Ábendingagátt