Stjórn Hafnarborgar

29. desember 2011 kl. 09:00

í Hafnarborg

Fundur 316

Mætt til fundar

  • Almar Grímsson aðalmaður
  • Margrét Friðbergsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri

Ritari

  • Ólöf K Sigurðardóttir forstöðumaður
  1. Almenn erindi

    • 1012066 – Hafnarborg starfsáætlun 2011

      Farið yfir stöðu við lok árs, ekki er útlit fyrir annað en fjárhagsáætlanir standi. Sýningar og aðrir viðburðir ársins hafa gengið vel og aðsókn verið jöfn góð.

    • 1110115 – Hafnarborg 2012

      Starfsáætlun kynnt. $line$Umræður urðu um inngöngu í Sarp. Stjórnin fagnar framlagi til forvörslu útilsitaverka.$line$

      Samþykkt

    • 1004383 – Hafnarborg, framtíðarsýn

      Lögð drög að vinnufundi 12. janúar þar sem koma saman stjórn og listráð.

      Samþykkt

    • 09102156 – Hafnarborg, listaverk í almenningsrými

      Verkinu Landvættur eftir Einar Má Guðvarðarson hefur verið komið fyrir í Ásvallalaug. Kynntar hugmyndir um að vígja verkið þriðjudag 10. janúar kl.11.$line$Stjórnarmenn fagna því að fengist hefur fjárveiting til viðhalds útilistaverka á árinu 2012.

      Samþykkt

    • 1112203 – Hafnarborg - Samningar við rekstraraðila veitingasölu

      Kynnt uppsögn núverandi rekstaraðila á samningi við Hafnarborg um rekstur kaffiastofu og við Hafnarfjarðarbæ um sölu á mat til stafsmanna bæjarins.

      Stjórnin leggur áherslu á að við endurskoðun reksturs verði tryggð samfella í rekstri. Forstöðumanni falið að funda með innkaupastjóa og komast að samkomulagi við rekstaraðila.

    • 1004384 – Hafnarborg, ný aðföng

      Kjarvalar IV (Fjallamólk) eftir Stefán Jónsson

Ábendingagátt