Umhverfis- og framkvæmdaráð

19. október 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 144

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Árni Björn Ómarsson varamaður
  • Konráð Jónsson varamaður

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson og Sigurður Haraldsson.

Ritari

  • SH

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson og Sigurður Haraldsson.

  1. Almenn erindi

    • 1110165 – Hringbraut 16- Bryndísarsjoppa

      Farið yfir hvað gera skal við húsnæðið.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að setja eignina á sölu og flutnings af lóðinni.

    • 1109067 – SSH framtíðarhópur, félagslegt húsnæði

      Niðurstaða framtíðarhóps SSH um félagslegt húsnæði kynnt.

      Lagt fram.

    • 1110136 – Hellisgerði - hollvinasamtök

      Ragnhildur Jónsdóttir, Lárus Vilhjálmsson og Björn B. Hilmarsson garðyrkjustjóri mættu til fundarins og kynntu hugmyndir að stofnun hollvinasamtaka Hellisgerðis.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð fagnar framtakinu.

    • 11023144 – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur

      Kynning á skýrslu

      Eyjólfur Þór Sæmundsson kynnti skýrslu starfshópsins. Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1110158 – Jarðvegstippur, staðsetning

      Tekin til umræðu framtíðarstaðsetning jarðvegstipps í landi Hafnarfjarðar.

      Á fundinn mættu Bjarki Jóhannesson, Berglind Guðmundsdóttir Ishmael David og kynntu framtíðarstaðsetningu jarðvegstipps í Hamranesi. Umhverfis- og framkvæmdarráð tekur undir framkomna hugmynd um að jarðvegstippur verði í grjótnámu Hamraness.

    • 1110012 – Öryggismál á stofnanalóðum og opnum svæðum

      Farið yfir stöðu mála.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Ástvaldur Óskarsson leggur fram fyrirspurn f.h. Geymslusvæðisins ehf um það hver skuli annast gatnaframkvæmdir og gerð veitukerfa, og hvernig gjaldtöku skuli háttað.

      Bjarki Jóhannesson fór yfir málið. Umhverfis- og framkvæmdarráð frestar málinu til næsta fundar.

    Fundargerðir

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð nr.289

Ábendingagátt