Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 145

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1109066 – SSH framtíðarhópur, sorphirða

      Lögð fram umsögn vinnuhóps um sorhirðu dags 26. okt 2011.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsögnina og vísar henni til bæjarráðs.

    • 1110306 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Tekin til umræðu rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Farið var yfir stöðu mála.

    • 1110182 – Strætó bs, leiðakerfisbreytingar 2012

      Lagt fram erindi Strætó bs dags 14. sept 2011 varðandi vinnu vð leiðarkefisbreytingar 2012. Fulltrúi Strætó mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og haldinn verður sérstakur fundur um leiðarkerfið í Hafnarfirði.

    • 1110307 – Strætó, ný stoppistöð

      Tekið fyrir erindi varðandi ósk um að skoðað verði að fjölga stoppistöðum við Ásbraut. Lagt fram álit Strætó bs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sett verði upp ný stoppistöð við Kirkjuvelli við Ásbraut.

    • 0701248 – Hamranes, landmótunarsvæði

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að samningi við Garðabæ um rekstur jarðvegstipps frá 17. okt 1991 verði sagt upp.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Ástvaldur Óskarsson leggur fram fyrirspurn f.h. Geymslusvæðisins ehf um það hver skuli annast gatnaframkvæmdir og gerð veitukerfa, og hvernig gjaldtöku skuli háttað. Anna Jörgensdóttir sem er í lögfræðingateymi Hafnarfjarðarbæjar fer yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að ræða við fyrirspyrjanda.

    • 0906213 – Alcan, vatnsgjald árin 2005-2009

      Anna Jörgensdóttir sem er í lögfræðingateymi Hafnarfjarðarbæjar fer yfir málið.

      Frestað milli funda.

    • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð nr. 161 og 162

      Lagt fram.

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð nr. 290

      Lagt fram.

Ábendingagátt