Umhverfis- og framkvæmdaráð

14. nóvember 2012 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 172

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1210621 – Sorpa bs, förgun lífræns úrgangs

      Kynnt Norðurlandaferð stjórna Sorpu bs og SSH sem var farin síðast haust. Ferðin var liður í mótun eigendastefnu fyrir SORPU bs. er varðar stefnumörkun um framtíðarleiðir og lausnir við$line$meðhöndlun og förgun lífræns úrgangs sem fellur til í aðildarsveitarfélögunum

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir að fara í heimsókn til SORPU bs.

    • 1210396 – Lóðarsala - átaksverkefni

      Kynning á stöðu verkefnisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 10103480 – Hraunavík, undirlag útrás

      Lögð fram niðurstaða útboðsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við lægstbjóðanda, Köfunarþjónustuna ehf.

Ábendingagátt