Umhverfis- og framkvæmdaráð

28. nóvember 2012 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 173

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • SH
  1. Almenn erindi

    • 1211292 – SSH framtíðarhópur, byggðasamlög, eigendastefna

      Lagt fram erindi frá SSH dags 20. nóvember 2012 til byggðaráða aðildarsveitarfélaganna varðandi drög að eigendastefnu fyrir SORPU og Strætó bs. Bæjarstjóri óskar eftir umsögn ráðsins fyrir 29. nóvember n.k.$line$Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti til fundarins og kynnti málið.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1210658 – Gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar 2013

      Lagðar fram gjaldskrár hjá Umvherfi og framkvæmdum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti neðangreindar gjaldskrár og vísar þeim áfram til bæjarráðs til afgreiðslu.$line$$line$Gjaldskrá Vatnsveitu Hafnarfjarðar;$line$Gjaldskrá Fráveitu Hafnarfjarðar; $line$Gjaldskrá Umhverfis og framkvæmda;$line$Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í Hlíðarþúfum;$line$Gjaldskrá um sorphirðu í Hafnarfirði;$line$Gjaldskrá vegna bílastæða að Tjarnarvöllum.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð vill árétta að tillaga um hækkun á sorphirðugjöldum er tilkomin vegna fjárfestinga á nýjum tunnum, hækkun á framlagi bæjarins til SORPU bs vegna vísitöluhækkunar og og aukningar á móttökustöðum og aukinnar þjónustu í sorphirðu og endurvinnslu.

    • 1210331 – Umhverfi og framkvæmdir - fjárhagsáætlun 2013

      Fjárhagsáætlun 2013 rædd.

      Farið yfir áætlun og frestað til næsta fundar-aukafundur verður næsta föstudag.

    • 1210008 – Hvaleyrarskóli, heilsuverkefni, styrkumsókn

      Á fundi bæjarráð þann 15. nóvember sl. var ofangreint mál til umfjöllunar og í framhaldi af því er erindi umsóknarinnar vísað til nánari skoðunar hjá fræðsluþjónustu og umhverfi og framkvæmdum.

      Vísað til Umhverfis- og framkvæmda til skoðunar.

    • 1211083 – Byggðasafn 2012

      Á fundi Menningar og ferðamálanefnd ..nóvember s.l. var greinagerð um ástandi safnhúsa vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

    • 1211150 – Krýsuvík, uppgræðsla 2013

      Lagt fram erindi Landgræðslu ríkisins dags. 5. nóvember s.l.varðandi styrk til landgræðslu í Krýsuvík. Lögð fram áfangaskýrsla 2012 um uppgræðslu í Krýsuvík.

      Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

    • 1211227 – Strætó bs - Farþegatalningar í október 2012

      Lögð fram skýrsla Strætó bs varðandi farþegatalningar haustið 2012.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð lýsir ánægju sinni með þá miklu farþegaaukningu sem orðið hefur á innanbæjarleiðum Hafnarfjarðar. $line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því að teknar verði saman allar þær ábendingar og athugasemdir sem borist hafa vegna leiða 43 og 44 frá og með hausti.

    • 1211251 – Fatasöfnun Rauða krossins á grendarstöðvum

      Lagt fram erindi Fatasöfnunar Rauða krossins ódags varðandi ósk um samstarfi við Hafnarfjarðabæ hvað varðar að koma litlum fatasöfnunagámum á valdar grenndarstöðvar.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir erindið.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 7 og 8, vegna lokun frjálsíþróttahúss.

    Fundargerðir

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lagðar fram fundargerðir nr.174 og 175

Ábendingagátt