Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. desember 2012 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 175

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Sigurður Haraldsson
  1. Almenn erindi

    • 1211292 – SSH framtíðarhópur, byggðasamlög, eigendastefna

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis og framkvæmdarráð gerir engar athugasemdir við eigendastefnu byggðasamlaganna.

    • 1210013 – Göngu og hjólastíga í samvinnu við Vegagerðinar

      Lagt fram erindi Vegagerðarinnar varðandi samkomulag um aðkomu að gerð stíga við stofnbrautir ríkisins í Hafnarfirði.

      $line$Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að ganga til samninga við Vegagerðina vegna stofnstígaframkvæmda næstu 3 árin. Upphæð Hafnarfjarðarbæjar til verkefnisins er 45 milljónir á móti 45 milljónum frá Vegagerðinni, eða 15 milljónir á ári á hvorn aðila. Einnig verður farið í undirgöng, merkingar og fleira á næstu 3 árum þannig að u.m.b. 100 milljónir eru til ráðstöfunar til verkefnsins.

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Lögð fram niðurstaða útboðs á sorphirðu í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfi og framkvæmdum að leita samninga við lægstbjóðendur vegna húsasorps sem er Íslenska Gámafélagið ehf og Gámaþjónustunnar hf vegna stofnanasorps.

    • 0703024 – Vatnsveita, Fagridalur rannsóknir

      Kynning.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar vatnsveitustjóra fyrir fróðlega kynningu. $line$Umhverfis- og framkvæmdarráð tekur undir mikilvægi þess þegar horft er til framtíðar að vatnsöflun sé tryggð fyrir Hafnarfjörð og leggur til að hafnar verði viðræður við Grindavíkurbæ um málið og vísar málinu til bæjarstjóra.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis og framkvæmdarráð breytir bókun sinni frá 5. september 2012 þar sem kveðið var á um að ljúka umsagnar- og kynningarferlinu í lok október á þessu ári. Umhverfis og framkvæmdarráð frestar athugasemdarfrestinum til 31. janúar 2013 og að kynningarfundurinn um verður haldin um miðjan janúar 2013. Umhverfis- og framkvæmdarráð vill benda á að hægt er að nálgast drög stefnunnar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og koma fram með athugsemdir.

    • 1212020 – Skógrækt í lúpínubreiðum

      Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 30. nóvember 2012 varðandi áliktun sem var samþykklt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um notkun lúpínu í skógrækt.

      Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 30. nóvember 2012 varðandi ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um notkun lúpínu í skógrækt.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð nr. 308

Ábendingagátt