Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

5. september 2007 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 106

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Sd21
  1. Almenn erindi

    • 0701156 – OneSystems, málaskrárkerfi

      Jóna Ósk Guðjónsdóttir mætir og kynnir fundagátt fyrir nefndarfólki.

      Nefndin þakkar Jónu Ósk kynninguna.

    • 0707116 – Umhverfisnefnd MSÍ, kynning.

      Frestað á síðasta fundi. Drög að svari nefndarinnar lögð fram.

      Nefndin gerir umsögn verkefnisstjóra Sd 21 að sinni og felur honum að senda umhverfisnefnd MSÍ svar. %0DNefndin þiggur boð umhverfisnenfdar MSÍ um kynningarfund og mun óska eftir því að fulltrúar skipulags og byggingarráðs, framkvæmdaráðs og starfsmenn viðkomandi sviða muni einnig sitja þann fund.

    • 0706352 – Endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir.

      Frestað á síðasta fundi. Drög að umsögn verkefnisstjóra Sd 21 lögð fram.

      Nefndin gerir umsögn verkefnisstjóra Sd 21 að sinni.

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd vísaði drögum að jafnréttisstefnu 2007-2011 til umsagnar í ráðum og nefndum á síðasta fundi sínum þann 28. ágúst sl. Frestur til að skila umsögn er til 24. september nk.

      Lagt fram.

    • 0707015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu

      Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til umsagnar UHN/Sd 21 á fundi sínum þann 28. ágúst.

      Nefndin óskar eftir því að fá frekari kynningu frá HS á næsta fundi, á þeim umsvifum sem gætu fylgt tilraunaborunum á þessum svæðum. %0DNefndin vill benda á að Krýsuvík er vinsælt ferðamannasvæði og telur að við umfjöllun um mögulegar framkvæmdir þar, skuli leita umsagnar menningar og ferðamálanefndar bæjarins.

Ábendingagátt