Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

24. október 2007 kl. 00:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 110

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt
  1. Almenn erindi

    • 0710169 – Óla Run tún - hugmyndasamkeppni.

      Uppdráttur af svæðinu var lagður fram. Málið var áður á fundi Umhverfisnefndar/sd 21 17.október sl.

      Nefndin óskar eftir að drög að skilmálum fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu túnsins verði unnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0710231 – Ástjörn fuglatalningar.

      Lögð fram skýrsla um fuglatalningar við Ástjörn 2004 – 2006, dags. október 2007. Höfundar eru: Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson.

      Nefndin vísar skýrslunni til kynningar í skipulags- og byggingarráð. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.

    • 0710232 – Erindisbréf Umhverfisnefndar/sd21

      Bjarki Jóhannesson sviðstjóri Skipulags- og byggingarsviðs gerir grein fyrir erindisbréfi Umhverfisnefndar/sd21.

      Nefndin þakkar Bjarka fyrir kynninguna.

    • 0708052 – Hjólabretti, aðstaða

      Tillögur starfshóps um bætta hjólabrettaaðstöðu í Hafnarfirði. Lögð fram skýrsla starfshópsins dags. október 2007.

      Lagt fram. Nefndin óskar eftir því að fulltrúi starfshópsins mæti á næsta fund nefndarinnar og kynni skýrsluna.

    • 0703306 – Straumur, útilistaverk

      Erindi Viking Circle um útilistaverk við Straum. Erindið er tekið inn með afbrigðum.

      Umsagnir Menningar- og ferðamálafulltrúa (dags. 17.04.2007) Fornleifaverndar ríkisins (dags. 11.10.2007), Umhverfisstofnunar (dags. 07.09.2007) og skipulags- og byggingarsviðs (17.04.2007) lagðar fram ásamt tillögu að nýrri staðsetningu. %0DUHN/Sd21 frestar málinu og óskar eftir því að það verði ekki afgreitt á öðrum stjórnsýslustigum á meðan umsögn nefndarinnar liggur ekki fyrir.

Ábendingagátt