Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

28. nóvember 2007 kl. 16:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 113

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0711047 – Fjárhagsáætlun 2008

      Bjarki Jóhannesson, sviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætir til fundarins og kynnir fjárhagsáætlun skipulags og byggingarsviðs fyrir árið 2008. Skipulags- og byggingarráð vísaði áætluninni til kynningar í UHN/Sd 21 á fundi þann 19. nóvember 2007.

      Nefndin þakkar Bjarka fyrir kynninguna. Nefndin óskar eftir því að fá sama fjármagn til ráðstöfunar árið 2008 og hún fékk til ráðstöfunnar árið 2007 og að það verði á sérstökum bókhaldslykli. Einnig óskar nefndin eftir því að úthlutað verði fjármagni til hugmyndasamkeppni um nýtingu á Óla Runs túni, sbr. bókun á 110 fundi nefndarinnar, kr. 300 þúsund.

    • 0711104 – Reiðleið frá Gráhelluhrauni í Kjóadal

      Verkefnisstjóri Sd 21 kynnir málið. Framkvæmdaráð vísaði málinu til umsagnar hjá UHN/Sd 21 á fundi þann 18. nóvember 2007.

      UHN/Sd 21 tekur jákvætt í framkvæmdina en óskar eftir því að tekið verði tillit til athugasemda Skógræktarfélagsins. Nefndin óskar eftir því að þegar vegurinn verður lagður í samræmi við aðalskipulag verði hugað að gerð undirganga fyrir gangandi og ríðandi umferð.

    • 0710166 – Grænu skrefin

      Kynntar áskoranir sem sendar hafa verið út um bætta umgengni við bátaskýli við Hvaleyrarlón, við hesthús í Hlíðarþúfum og um frágang lóða í Áslandshverfi.

      Nefndin fagnar þeim áskorunum sem sendar hafa verið út og miða að því að fegra bæinn og bæta bæjarbraginn. Nefndin styður að þessu málum verði fylgt fast eftir.

    • 0711108 – Samstarf um landgræðslu á árinu 2008

      Lagt fram bréf Landgræðslu ríkins um áframhaldandi samstarf um uppgræðslu í landi Krýsuvíkur.

      Nefndin leggur til að samstarfi verði haldið áfram.

    • 0710231 – Ástjörn, fuglatalningar

      Tekin fyrir að nýju skýrsla um fuglatalningar við Astjörn og Hvaleyrarvatn. Málið var áður á dagskrá á fundi þann 24. október 2007.

      Nefndin þakkar fyrir ágæta skýrslu og hvetur til áframhaldandi rannsókna á svæðinu.

    • 0711174 – Heavy metals and sulphur in mosses around the aluminium smelter in Straumsvik in 2005.

      Ný skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands um þungmálma og súlfúr í mosa við álver í Straumsvík lögð fram til kynningar.

      Lagt fram. Nefndin frestar afgreiðslu málsins og vísar erindinu til framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingarráðs til kynningar.

    • 0711218 – Fuglaskoðunarhús við Ástjörn

      Umræða um gerð fuglaskoðunarhús við Ástjörn á árinu 2008. Málið er tekið inn með afbrigðum.

      Nefndin vísar tillögu um gerð fuglaskoðunarhús við Ástjörn til framkvæmdaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Ábendingagátt