Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

16. apríl 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 121

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0710169 – Óla Run tún - hugmyndasamkeppni.

      Skilmálar fyrir hugmyndasamkeppnina lagðir fram.

      Til fundarins mætti Valgerður Halldórsdóttir og kynnti hugmyndir um útlit íbúagáttar og framsetningu keppinnar þar. Rætt um skilmála fyrir keppnina. Keppnin fer af stað á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, við opnun íbúagáttarinar.

    • 0804018 – Úrvinnslusjóður, flokkaður úrgangur

      Lagt fram erindi stjórnar úrvinnslusjóðs, dags. 28. mars 2008, vegna breytts fyrirkomulags varðandi greiðslu fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðvum.

      Lagt fram.

    • 0804058 – Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefndir sveitarfélaga, ársfundur 2008

      Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar varðandi ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2008.

      UHN/Sd 21 samþykkir að tveir nefndarmenn sæki fundinn.

    • 0804166 – Vatn og rafmagn fyrir allan heiminn, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi vegna verkefnisins Vatn og rafmagn um allan heim.

      UHN/Sd21 þakkar fyrir erindið. Nefndin hefur því miður ekki tök á því að verða við styrkbeiðninni.

    • 0801196 – Umhverfisvænt, sjálfbært hverfi

      Tekin fyrir að nýju tillaga um starfshóp með fulltrúum allra flokka til að undirbúa skipulagsvinnu að umhverfisvænu og sjálfbæru hverfi á forsendum Staðardagskrár 21. Bæjarstjórn vísað i tillögunni til UHN/Sd 21 til frekari yfirferðar á fundi þann 18.12.2007. Áður á dagskrá á fundum 115 og 119.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 tekur heilshugar undir tillögu um að settur verði á fót starfshópur með fulltrúum allra flokka til að undirbúa skipulagsvinnu að umhverfisvænu og sjálfbæru hverfi á forsendum Staðardagskrár 21. Mjög mikilvægt er að stjórnsýsluleg staða, starfssvið og umboð hópsins verði vel skilgreint. %0DNefndin lýsir yfir vilja til að koma að starfi hópsins með ráðum og dáð og óskar eftir því að verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 vinni með hópnum. Nefndin leggur jafnframt til að leitað verði liðsinnis landskrifstofu Staðardagskrár 21 við þessa vinnu.%0DNefndin bendir á að við skipulag hverfis, byggðu á forsendum Staðardagskrár 21, þarf að taka tillit til allra þriggja stoða sjálfbærrar þróunar, þ.e. umhverfismála, samfélagsmála og efnahagsmála. Mikilvægt er að hópurinn endurspegli þessar áherslur þannig að hagsmunum allra málaflokka verði gætt í stafinu. %0D

    • 0707116 – Umhverfisnefnd MSÍ, kynning.

      Verkefnisstjóri SD 21 gerði grein fyrir fundi umhverfisnefndar MSÍ með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar þann 3. apríl s.l.

      Umræða um kynningarfundinn.

    • 0803148 – Strætó, forgangsakrein

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 fagnar tillögu um endurskipulagningu umferðarmannvirkja á höfuðborgasvæðinu með það að markmiði að útbúin verði sérstök forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og neyðarakstur. Mikil nauðsyn er að unnin verði heildræn stefna varðandi almenningssamgögnur fyrir allt höfuðborgasvæðið og henni fylgt eftir með markvissum aðgerðum sem gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti. Þar hlytur að vera lykilatriði að almenningssamgöngur sitji ekki í sömu bílasúpunni og allir aðrir heldur hafi forgang á aðra umferð. Betri nýting almenningssamgangna er eitthvert brýnasta verkefnið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu og lykilatriði í bættu nærumhverfi. Nefndin tekur undir að forgangsakrein er raunhæft verkefni. %0D%0D

    • 0803172 – Háuhnúkar við Vatnsskarð Grindavíkurbæ, efnistaka

      Skipulagsstofnun óskaði, með bréfi dags. 19.03.2008, eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun VGK-Hönnunar dags. mars 2008 vegna efnistöku úr Vatnsskarðsnámu.dags. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn umhverfisnefndar/ Staðardagskrár 21 og Vatnsveitu Hafnarfjarðar um erindið, á fundi þann 10. 04.2008.%0DLögð fram drög að umsögn nefndarinnar.

      Nefndin gerir umsögn verkefnisstjóra Sd 21 að sinni.

    • 0803116 – Fráveita, reglugerð/samþykktir

      Áður á dagskrá á 120 fundi.

      UHN/Sd21 fagnar því að unnið er að því að setja samþykkt fyrir fráveitu bæjarins. Nefndin hefur ekki athugasemdir við drögin.

Ábendingagátt