Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um 1.300 ungmenni eru við störf í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2023. Vinnuskólinn er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og læra að vera hluti af honum í öruggu starfsumhverfi. Öldutúnsskóli stóð uppi sem sigurvegari í hreinsikeppninni 2023.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður barna og ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og læra að vera hluti af honum í öruggu starfsumhverfi. Í ár starfa við vinnuskólann 1.091 ungmenni á aldrinum 17 ára og yngri við fjölbreytt störf á 57 starfstöðvum um allan bæ. 186 ungmenni 18 ára og eldri eru starfandi hjá vinnuskólanum. Eitt helsta verkefni vinnuskólans ár hvert er að halda bænum hreinum og fallegum. Líkt og síðustu ár blés vinnuskólinn nýverið til samkeppni á milli svæða og hverfa.
Viðmið í vinnuskólanum er að brjóta upp starfið reglubundið á hverju sumri og hin síðustu ár hefur hópurinn blásið til keppni milli skólahópa sem snýr að hreinsun svæða og því að vera með flottustu fyrir og eftir myndirnar. Nær undantekningarlaust sameinast skólahóparnir í samkeppninni og allir taka þátt í að vinna að því sameiginlega markmiði að vera með best hreinsaða svæðið. Afraksturinn var mikill hjá öllum hópum en í þetta skiptið var það Öldutúnsskóli sem bar sigur úr býtum og fékk að launum pizzaveislu fyrir allan hópinn.
Vinnuskólinn snýst ekki aðeins um vinnuna sjálfa heldur er hann líka hugsaður til að virkja ungmenni félagslega, hjálpa þeim að halda rútínu og draga úr félagslegri einangrun á sumrin. Mikið er lagt upp úr því að það sé gaman í vinnunni og hefðbundinn vinnudagur brotinn upp með jafningjafræðslu, keppni um best hreinsaða svæðið og uppskeruhátíð í lok sumars. Oft á tíðum eru þetta fyrstu kynni barna og ungmenna af launuðu starfi og veitir vinnuskólinn þeim tækifæri til að taka þessi fyrstu skref undir handleiðslu og með jafnöldrum. Hafnarfjarðarbær tryggir öllum ungmennum á aldrinum 14-17 ára vinnu í vinnuskólanum. 14 ára fá vinnu í almennum hópi í sínu skólahverfi og strax ári seinna bjóðast auknir möguleikar og tækifæri fyrir þá sem vilja taka vinnuna og verkefnin alla leið og sanna sig í starfi. Fjölbreytt störf eru í boði fyrir 18 ára og eldri en ekki hægt að tryggja öllum í þeim aldurshópi vinnu hjá vinnuskólanum.
Fögnum unga fólkinu okkar og hvetjum það jákvætt áfram til árangurs og verkefna.
Upplýsingar um Vinnuskóla Hafnarfjarðar
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…