Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 8. nóvember. Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 1.894 milljón króna á árinu 2024. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,7% af heildartekjum eða 2.788 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir að rekstur A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæður um rúma 4 milljarða króna og afkoma A-hluta verði jákvæð um rúman einn milljarð króna.
Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta verði um 48,8 milljarðar króna árið 2024 og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði um 42,8 milljarðar króna. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar er traust og skuldaviðmið skv. reglugerð 520/2012 áætlað 86% í lok næsta árs. Útsvarsprósenta á árinu 2024 verður óbreytt 14,70% en til að koma til móts við hækkað fasteignamat verður álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðahúsnæði lækkuð úr 0,223% í 0,217%. Þá verður álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði jafnframt lækkuð úr 1,400% í 1,387%.
„Þar sem rekstur bæjarsjóðs er skilvirkur og fjárhagur sveitarfélagsins traustur munum við koma til móts við íbúa með því að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts milli ára. Á það við um bæði íbúða- og atvinnuhúsnæði. Nú þegar efnahagsaðstæður í þjóðfélaginu eru krefjandi kemur sér vel hve mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. „Það er jákvætt að sjá að áætlun okkar gerir ráð fyrir að ríflegur afgangur verði af rekstri Hafnarfjarðarbæjar á næsta ári og að skuldahlutföll bæjarsjóðs munu halda áfram að lækka. Lögð er áhersla á að halda lántökum í lágmarki. Þessu náum við á sama tíma og við viðhöldum góðri þjónustu við bæjarbúa og stöndum í mikilli innviðauppbyggingu.“
Fjárheimild til framkvæmda árið 2024 er tæplega 8,5 milljarðar króna. Í fjárhagsáætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í grunnþjónustu, svo sem umhverfismálum, samgöngum, íþróttaaðstöðu og húsnæðis- og fráveitumálum. Haldið verður áfram frágangi á nýbyggingarsvæðum víðs vegar um bæinn, svo sem við malbikun, umferðaröryggismál, gerð stétta, stíga og leiksvæða og almenna grænkun svæða. Unnið verður að endurgerð gatnamóta, gangstétta og gönguleiða, sem og endurnýjun eldri leiksvæða. Sérstöku fjármagni er veitt í að efla hjólreiðaleiðir. Verið er að fjölga grenndarstöðvum og verður farið í frágang við þær. Þá er lögð áhersla á að auka gróður í hverfum bæjarins. Farið verður í ýmis verkefni, endurbætur og viðhald á skólahúsnæði og -lóðum auk þess sem hafinn er undirbúningur að nýjum leik- og grunnskóla í Hamranesi. Þá hefst endurskipulagning á húsnæði ráðhússins. Áfram verður haldið með endurbætur á aðstöðu Suðurbæjarlaugar og undirbúningur hefst að hönnun á útisvæði við Ásvallalaug. Unnið er að uppbyggingu á nýju knatthúsi á félagssvæði knattspyrnufélagsins Hauka en áætlanir gera ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í lok árs 2024. Einnig er unnið að byggingu nýrrar reiðhallar á félagssvæði hestamannafélagsins Sörla og mun henni ljúka á næstu tveimur árum. Lokið verður við gerð hybrid-grasvallar Fimleikafélags Hafnarfjarðar og aðstaða í íþróttahúsinu við Strandgötu verður lagfærð.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar er lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 8. nóvember 2023. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2025-2027. Gert er ráð fyrir að seinni umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verði mánudaginn 4. desember 2024.
Fjárhagsáætlun og málaflokkayfirlit 2024-2027
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.