Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í Hæfingarstöðinni við Bæjarhraun 2 er lögð áhersla skipulagða þjónustu og þjálfun í notkun óhefðbundna tjáskipta og í skynörvun sem leiðir til aukinna lífsgæða. 23 notendur koma þangað í vinnu, ýmist frá kl. 8-12 eða 12-16, þar sem þjónustan við þá er einstaklingsmiðuð og stýrð af áætlun og dagskipulagi. H
Í Hæfingarstöðinni við Bæjarhraun 2 er lögð áhersla skipulagða þjónustu og þjálfun í notkun óhefðbundna tjáskipta og í skynörvun sem leiðir til aukinna lífsgæða. 23 notendur koma þangað í vinnu, ýmist frá kl. 8-12 eða 12-16, þar sem þjónustan við þá er einstaklingsmiðuð og stýrð af áætlun og dagskipulagi. Hafnfirðingur kíkti í heimsókn og ræddi við Höllu Hörpu Stefánsdóttur, forstöðuþroskaþjálfa.
Fulltrúar Hæfingarstöðvarinnar í Litháen þar sem þau tóku þátt í Erasmus+ verkefni undir nafninu „communication is the path to integration“. Á myndinni eru frá vinstri; Andrius, Halla Harpa, Snorri, Ingrid, Eyþór og Sigurjón „blissari“ fremst á myndinni.
Tjáning er grundvallarmannréttindi allra
„Ég er búin að vera hér frá upphafi og er stolt af því. Þetta er sérhæfður staður þegar kemur að þessari þjónustukeðju sem er víða um heim,“ segir Halla. Hæfingarstöðin hefur verið rekin af Hafnarfjarðarbæ síðan í upphafi árs 2011 en fram að því tilheyrði hún Svæðisskrifstofu málefna fatlaðs fólks á Reykjanesi eða frá upphafi árs 1991. Alltaf hefur verið lögð áhersla á að styrkja þjónustunotendur með langvarandi stuðningsþarfir í notkun óhefðbundinna tjáskipta (AAC). Í flestum tilfellum hafa notendur fengist við Bliss-tungumálið frá barnsaldri sem samanstendur af alls um 5000 táknum sem notuð eru til tjáskipta. „Það eru benditákn á töflu og/eða í fartölvum og spjaldtölvum sem gjarnan er stýrt t.d. með augnstýribúnaði eða höfuðbúnaði. Það fer eftir hreyfigetu notandans.“ Hluti af Bliss-kerfinu. Charles Bliss (1897-1985), sem hannaði Bliss-kerfið og í upphafi Bliss-tungumálið, var af gyðingaættum. Hann var efnafræðingur og hafði mikinn áhuga á kínverskum táknum. Hann taldi vanda hins stríðshrjáða heims vera vegna tjáskiptaerfiðleika og vildi “bjarga” heiminum. Hann ólst upp við þrjú tungumál og honum fannst óréttlátt að þurfa sem 6 ára barn að læra þau öll. Hann var aldrei með fatlaða einstaklinga í huga þótt margir þeirra noti tungumálið hans í dag.
Í dag koma 23 notendur í Hæfingarstöðina í hverri viku og flestir koma þangað daglega frá kl. 8-12 og 12-16. Auk þeirra koma nokkrir 2-3 skinnum í viku í tjáskiptaþjálfun. „Hingað koma t.a.m. sjö Reykvíkingar því þjónustan er ekki í boði í Reykjavík. Ég hef sagt í a.m.k. 30 ár að það að geta tjáð sig sé það mikilvægasta sem til er. Hjá Hæfingarstöðinni erum við með það gildi að tjáning sé grundvallarmannréttindi allra,“ segir Halla og bætir við: „Að geta æft sig í tjáningu fjóra tíma á dag er ígildi vinnu. Við vinnum út frá einstaklingsáætlun og skýr starfsáætlun er sett upp á hverju ári. Við erum með langa reynslu í óhefðbundnum tjáskiptum og tækninotkun, höfum ferðast víða um heim á ráðstefnur bæði til að taka þátt í þróun Bliss-tungumálsins og tæknibúnaðar.“ Hjá Hæfingarstöðinni er einnig mikið lagt upp úr að umhverfið sé viðeigandi og þar eru m.a. sérstök herbergi innréttuð til að ná fram skynörvun. Hópnum sem kemur til okkar er skipt í tvennt, þótt mikið rennsli sé á milli, vegna þess að forsendur eru misjafnar. Þetta hefur breyst mikið síðan ég varð þroskaþjálfi árið 1980. Við leitumst alltaf við að vera til fyrirmyndar í þjónustu við þennan hóp, þ.e. fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir Halla að lokum.
Þessi umfjöllun birtist fyrst í Hafnfirðingi 22. nóvember síðastliðinn.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…