Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Góður nætursvefn eykur lífsgæði, hamingju og framleiðni og er ein mikilvægasta grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður íbúum og öllum öðrum áhugasömum að eiga saman notalega kvöldstund í Bæjarbíói 16. október næstkomandi. Þar verður m.a. fjallað um leiðir til að öðlast betri nætursvefn.
Góður nætursvefn eykur lífsgæði, hamingju og framleiðni og er ein mikilvægasta grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður íbúum og öllum öðrum áhugasömum að eiga saman notalega kvöldstund í Bæjarbíói 16. október næstkomandi. Þar verður m.a. fjallað um leiðir til að öðlast betri nætursvefn. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnu er að efla vellíðan íbúa og þetta verkefni er liður í heilsueflingu bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar í takti heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði árið 2016. Hafnfirðingur ræddi við Dr. Erlu Björnsdóttur, sem mun leiða viðburðinn, en hún er stofnandi fyrirtækisins Betri svefn.
„Svefn er ekki það sama og svefn. Gæði svefns skipta meira máli en lengdin,“ segir Erla með áherslu og bætir við að í nútímasamfélagi sé margt sem hafi áhrif á gæði svefns. Meðal þess séu orkudrykkir, sérstaklega meðal ungs fólks. „Þetta er tískubylgja drykkja með miklu koffínmagni og sætuefnum. Þetta er jafnvel þambað í miklu magni því drykkirnir oft bragðgóðir og svalandi. Kaffi yrði aldrei þambað á sama hátt.“ Þá sé koffín lengi í líkamanum, eða um sex klukkustundir. „Ég mæli með því að þeir sem eiga við svefnvanda að stríða láti koffíndrykki vera eftir hádegi. Fólk sem fær sér drykki með t.d. amínósýrum og æfir á kvöldin eða seinni partinn er með efnin í sér langt fram á nótt. Margir segjast eiga auðvelt með að sofna þrátt fyrir koffíndrykkju á kvöldin. En slíkt hefur samt áhrif á djúpsvefninn því líkaminn er í örvunarástandi meira og minna alla nóttina.“
Íslendingar eru methafar í notkun svefnlyfja, en Erla segir að þau séu einungis skammtímalausn því þau virki bara í 2-4 vikur samfleytt og langtímanotkun geti verið skaðleg. „Þetta er í raun kerfislegur vandi, því það er lítil eftirfylgni með hvernig best er að trappa sig niður eftir notkun þeirra. Lyfin breyta náttúrulegu mynstri svefnsins.“
Kvöldstundin í Bæjarbíói verður fjölbreytt og munu eflaust allir geta tengt við eitthvað í erindum þeirra sem þar koma fram sem veita innsýn í ýmsar hliðar svefns. Sjálf mun Erla m.a. fjalla um hvað gerist í líkamanum þegar við sofum og hvers vegna svefn er mikilvægur. „Það er svo margt sem við getum gert sjálf til að bæta svefninn, m.a. með því að skapa reglu og rútínu, fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Snúa ekki sólarhringnum við um helgar og sofa of lengi. Svo skipta kvöldvenjur miklu máli. Þá eigum við að gíra okkur niður, koma öllu í ró, minnka ljósmagn, leggja frá okkur snjalltækin og það sem veldur áreiti. Svo skipta hreyfing, mataræði, sykur- og áfengisneysla máli. Ég kem inn á þetta allt saman og hlakka til,“ segir Erla að lokum.
Auk Erlu mun tónlistarfólkið Salka Sól og Valdimar Guðmundsson og Mikael Emil Kaaber deila reynslusögum tengdum svefni. Einnig verða með erindi Dr. Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við HR og Landsspítala, Árný Steindóra Steindórsdóttir leikskólastjóri og Mikael Clausen barnalæknir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Viðtal við Dr. Erlu Björnsdóttur birtist fyrst í Hafnfirðingi
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…